Golf

Spánverjinn Miguel Angel Jimenez efstur eftir fyrsta daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez lék vél í gær.
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez lék vél í gær. Mynd/AFP

Spánverjinn Miguel Angel Jimenez lék manna best á fyrsta degi 138. opna breska meistaramótsins í golfi sem stendur nú yfir á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi. Jimenez lék fyrstu 18 holurnar á 64 höggum eða einu höggi betur en þeir Tom Watson, Ben Curtis og Kenichi Kuboya.

Tiger Woods lék fyrsta daginn á einu höggi yfir pari og er því strax kominn sjö höggum á eftir Miguel Angel Jimenez. Padraig Harrington, sem hefur unnið mótið undanfarin tvö ár, lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari.

Gamla kempan Tom Watson er alveg að vera sextugur en lék engu að síður frábærlega í gær. Hann kláraði hringinn á fimm höggum undir pari og var í forustu alveg þar til Jimenez setti niður risapútt á 18. holunni. Watson vann opna breska fimm sinnum á árunum 1975 til 1983.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×