Kobe Bryant braut 40 stiga múrinn í sjötta sinn í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2009 09:00 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP Kobe Bryant skoraði 40 stig í 111-108 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunders í nótt en þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sá sextándi í síðustu 17 leikjum. Þetta var í sjötta sinn sem Kobe Bryant brýtur 40 stiga múrinn á tímabilinu en hann hitti úr 14 af 26 skotum sínum og var að auki með 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Pau Gasol bætti við 15 stigum og 11 fráköstum en Lakers-liðið virkaði þreytulegt eftir fjögurra leikja útileikjaferðalag. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Oklahoma City Thunders og félagi hans Russell Westbrook var með 21 stig og 13 stoðsendingar í fimmta tapi liðsins í síðustu sex leikjum. Paul Pierce lét ekki aftra sér að klikka á tíu fyrstu skotunum sínum og skoraði 21 stig í 103-94 sigri Boston Celtics á Indiana Pacers. Kendrick Perkins var með 19 stig og 8 fráköst og þá kom Rasheed Wallace inn fyrir meiddan Kevin Garnett og bætti við 9 stigum og 13 fráköstum. Troy Murphy var með 24 stig og 18 fráköst hjá Indiana. Gilbert Arenas skoraði 31 stig í 105-98 sigri Washington Wizards á Philadelphia 76ers. Elton Brand var með 18 stig og 12 fráköst hjá 76ers liðinu. David Lee skoraði mikilvæga körfu í lokin og endaði með 18 stig og 21 frákast í 88-81 sigri New York Knicks á Chicago Bulls. Al Harrington skoraði 20 stig fyrir Knicks en Derrick Rose var stigahæstur hjá Bulls með 26 stig þar af komu 22 þeirra í seinni hálfleik. Gerald Wallace var með 29 stig og 12 fráköst í 88-76 sigri Charlotte Bobcats á Detroit Pistons. Rodney Stuckey skoraði 20 stig í fimmta tapi liðsins í röð en Pistons-liðið var án þeirra Richard Hamilton (aftan í læri), Tayshaun Prince (bak) og Ben Gordon (ökkli) sem saman skora 52 stig að meðaltali í leik. Jamal Crawford var með 26 stig og Joe Johnson skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-87 sigur á Minnesota Timberwolves. Kevin Love var með 15 stig og 19 fráköst hjá Minnesota. Zach Randolph skoraði 33 stig og tók 18 fráköst í 121-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warroirs. Marc Gasol og O.J. Mayo voru báðir með 22 stig í þriðja sigri Memphis í röð. Corey Maggette skoraði mest fyrir Golden State eða 25 stig en þetta var sjötta tap liðsins í röð. Brandon Roy var með 23 stig í 85-81 sigri Portland Trail Blazers á Dallas Mavericks og LaMarcus Aldridge bætti við 19 stigum og 12 fráköstum í endurkomuleik hjá Portland. Dirk Nowitzki var með 27 stig og 9 fráköst í fyrsta leik sínum eftir að hafa fengið tennur andstæðingsins í olnbogann. Carl Landry var með 27 stig í sínum fyrsta leik eftir að hafa skilið tvær tennur eftir í olnboga Nowitzki en Landry og félagar í Houston Rockets unnu þá 108-99 sigur á Los Angeles Clippers. Landry hitti úr 7 af 10 skotum sínum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Chris Kaman var með 29 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 40 stig í 111-108 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunders í nótt en þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sá sextándi í síðustu 17 leikjum. Þetta var í sjötta sinn sem Kobe Bryant brýtur 40 stiga múrinn á tímabilinu en hann hitti úr 14 af 26 skotum sínum og var að auki með 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Pau Gasol bætti við 15 stigum og 11 fráköstum en Lakers-liðið virkaði þreytulegt eftir fjögurra leikja útileikjaferðalag. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Oklahoma City Thunders og félagi hans Russell Westbrook var með 21 stig og 13 stoðsendingar í fimmta tapi liðsins í síðustu sex leikjum. Paul Pierce lét ekki aftra sér að klikka á tíu fyrstu skotunum sínum og skoraði 21 stig í 103-94 sigri Boston Celtics á Indiana Pacers. Kendrick Perkins var með 19 stig og 8 fráköst og þá kom Rasheed Wallace inn fyrir meiddan Kevin Garnett og bætti við 9 stigum og 13 fráköstum. Troy Murphy var með 24 stig og 18 fráköst hjá Indiana. Gilbert Arenas skoraði 31 stig í 105-98 sigri Washington Wizards á Philadelphia 76ers. Elton Brand var með 18 stig og 12 fráköst hjá 76ers liðinu. David Lee skoraði mikilvæga körfu í lokin og endaði með 18 stig og 21 frákast í 88-81 sigri New York Knicks á Chicago Bulls. Al Harrington skoraði 20 stig fyrir Knicks en Derrick Rose var stigahæstur hjá Bulls með 26 stig þar af komu 22 þeirra í seinni hálfleik. Gerald Wallace var með 29 stig og 12 fráköst í 88-76 sigri Charlotte Bobcats á Detroit Pistons. Rodney Stuckey skoraði 20 stig í fimmta tapi liðsins í röð en Pistons-liðið var án þeirra Richard Hamilton (aftan í læri), Tayshaun Prince (bak) og Ben Gordon (ökkli) sem saman skora 52 stig að meðaltali í leik. Jamal Crawford var með 26 stig og Joe Johnson skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-87 sigur á Minnesota Timberwolves. Kevin Love var með 15 stig og 19 fráköst hjá Minnesota. Zach Randolph skoraði 33 stig og tók 18 fráköst í 121-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warroirs. Marc Gasol og O.J. Mayo voru báðir með 22 stig í þriðja sigri Memphis í röð. Corey Maggette skoraði mest fyrir Golden State eða 25 stig en þetta var sjötta tap liðsins í röð. Brandon Roy var með 23 stig í 85-81 sigri Portland Trail Blazers á Dallas Mavericks og LaMarcus Aldridge bætti við 19 stigum og 12 fráköstum í endurkomuleik hjá Portland. Dirk Nowitzki var með 27 stig og 9 fráköst í fyrsta leik sínum eftir að hafa fengið tennur andstæðingsins í olnbogann. Carl Landry var með 27 stig í sínum fyrsta leik eftir að hafa skilið tvær tennur eftir í olnboga Nowitzki en Landry og félagar í Houston Rockets unnu þá 108-99 sigur á Los Angeles Clippers. Landry hitti úr 7 af 10 skotum sínum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Chris Kaman var með 29 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira