Sigurgöngur Boston og Lakers lengjast - Kobe með flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2009 11:15 Kobe Bryant sést hér skora sigurkörfu sína í nótt yfir Dwyane Wade. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti