Hamilton: Átti ekki von á sigri 26. júlí 2009 15:24 Lewis Hamilton hafði ekki unnið mót frá því í fyrra, en vann öruggan sigur í Búdapest í dag. Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull. Hamilton varð ekki ógnað eftir að Fernando Alonso féll úr leik þegar hann missti framhjól undan bílnum í þjónustuhlé, eftir að hafa verið í forystu og eftir að hafa komist laglega framúr Webber í upphafi mótsins. "Það er frábær tilfinning að sigra á ný og McLaren er komið á beinu brautina. Ég er stoltur af liðinu og allir hafa lagst á eitt að ná þessu marki, eftir slakt gengi á árinu", sagði Hamilton eftir sigurinn. "Ég átti ekki vona á sigri um þessa mótshelgi. Ég hélt við hefðum ekki hraðann til þess, en bíllinn var frábær í dag. En við verðum að framþróa bílinn og berjast í þeim mótum sem eftir eru. Það er ekki okkar stíll að leggja árar í bát á miðju tímabili", sagði Hamilton. Orð sem gætu hrætt Red Bull og McLaren menn, sem hafa til þessa barist um meistaratitlanna tvo. Jenson Button sem leiðir mótið, gekk fremur illa og var í vandræðum með dekkin alla keppnina. Hann er nú 18,5 stigum á undan Webber í stigamóti ökumanna, en Sebastian Vettel sem var annar í stigamótinu féll úr leik vegna bilunnar í bílnum. Sjá stigastöðuna Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull. Hamilton varð ekki ógnað eftir að Fernando Alonso féll úr leik þegar hann missti framhjól undan bílnum í þjónustuhlé, eftir að hafa verið í forystu og eftir að hafa komist laglega framúr Webber í upphafi mótsins. "Það er frábær tilfinning að sigra á ný og McLaren er komið á beinu brautina. Ég er stoltur af liðinu og allir hafa lagst á eitt að ná þessu marki, eftir slakt gengi á árinu", sagði Hamilton eftir sigurinn. "Ég átti ekki vona á sigri um þessa mótshelgi. Ég hélt við hefðum ekki hraðann til þess, en bíllinn var frábær í dag. En við verðum að framþróa bílinn og berjast í þeim mótum sem eftir eru. Það er ekki okkar stíll að leggja árar í bát á miðju tímabili", sagði Hamilton. Orð sem gætu hrætt Red Bull og McLaren menn, sem hafa til þessa barist um meistaratitlanna tvo. Jenson Button sem leiðir mótið, gekk fremur illa og var í vandræðum með dekkin alla keppnina. Hann er nú 18,5 stigum á undan Webber í stigamóti ökumanna, en Sebastian Vettel sem var annar í stigamótinu féll úr leik vegna bilunnar í bílnum. Sjá stigastöðuna
Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira