Webber stoltur af fyrsta sigrinum 13. júlí 2009 10:20 Kampakátur Webber á verðlaunapallinum á Nurburgring. Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu
Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira