Þungu fargi létt af Hamilton 29. september 2009 11:31 Lewis Hamilton andaði léttar eftir sigurinn á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið. Þá var Hamilton fremstur á ráslínu í Valencia, Monza og Singapúr og hefur sigrað tvö mót upp á síðkastið. "Ég var heimsmeistari í fyrra og nærri því að verða meistari árið áður. Þetta ár hefur því verið mér þungt í skauti, því ég veit að ég get verið meðal þeirra bestu", sagði Hamilton. McLaren bíll hans var ekki upp á marga fiska í upphafi tímabilsins og Hamilton missti af lestinni. "Ég held ég sé búinn að sýna að ég átti titilinn skilinn í fyrra, en fólk er fljótt að dæma mann þegar illa gengur. Það er mjög jákvætt að geta sannað þetta fyrir sjálfum sér og öðrum, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins", sagði Hamilton. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi, en hefur aldrei keppt á henni. "Ég hlakka mjög til að takast á við þessa braut, sem er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum. Ég sá hana oft í sjónvarpi í gamla daga og margir þekktir kappar hafa rómað hana. Það verður skemmtilegt verkefni að læra á nýja braut." Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið. Þá var Hamilton fremstur á ráslínu í Valencia, Monza og Singapúr og hefur sigrað tvö mót upp á síðkastið. "Ég var heimsmeistari í fyrra og nærri því að verða meistari árið áður. Þetta ár hefur því verið mér þungt í skauti, því ég veit að ég get verið meðal þeirra bestu", sagði Hamilton. McLaren bíll hans var ekki upp á marga fiska í upphafi tímabilsins og Hamilton missti af lestinni. "Ég held ég sé búinn að sýna að ég átti titilinn skilinn í fyrra, en fólk er fljótt að dæma mann þegar illa gengur. Það er mjög jákvætt að geta sannað þetta fyrir sjálfum sér og öðrum, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins", sagði Hamilton. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi, en hefur aldrei keppt á henni. "Ég hlakka mjög til að takast á við þessa braut, sem er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum. Ég sá hana oft í sjónvarpi í gamla daga og margir þekktir kappar hafa rómað hana. Það verður skemmtilegt verkefni að læra á nýja braut."
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira