Körfubolti

Margrét Kara með bestu frammistöðuna í 9. umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Kara Sturludóttir sést hér til hægri í leiknum á móti Haukum.
Margrét Kara Sturludóttir sést hér til hægri í leiknum á móti Haukum. Mynd/Valli
KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 9. umferð sem lauk í gær. Margrét Kara fékk 38 í framlagi í 81-62 sigri toppliðs KR á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum.

Margrét Kara var með 34 stig, 7 fráköst, 4 varin og 3 stoðsendingar í 19 stiga sigri á Haukum en hún fiskaði auk þess 10 villur og stal 2 boltum. Kara hitti úr 12 af 18 skotum sínum í leiknum og setti niður 9 af 13 vítum sínum.

KR vann leikinn með 33 stigum þær 32 mínútur sem Kara spilaði en tapaði með 14 stigum þær 8 mínútur sem hún sat á bekknum.

Shantrell Moss var í öðru sæti á eftir Köru en hún var með 30 stig, 15 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta í 22 sigri Njarðvíkur á Snæfelli.

Hæsta framlagið í 8. umferð Iceland Express deildar kvenna:

Margrét Kara Sturludóttir, KR 38 (sigur á Haukum)

Shantrell Moss, Njarðvík 36 (sigur á Snæfelli)

Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík 26 (sigur á Keflavík)

Kristi Smith, Keflavík 26 (tap fyrir Grindavík)

Kristen Green, Snæfelli 26 (tap fyrir Njarðvík)

Ólöf Helga Pálsdóttir, Njarðvík 22 (sigur á Snæfelli)

Koren Schram, Hamar 22 (sigur á Val)

Michele DeVault, Grindavík 22 (sigur á Keflavík)

Heather Ezell, Haukum 21 (tap fyrir KR)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×