Enn einn sigurinn hjá Button Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 13:54 Button í Barcelona í dag. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Button var fremstur á ráspól, Sebastian Vettel á Red Bull annar og félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, þriðji. Barrichello náði þó að komast fram úr Button þökk sé góðri byrjun. Hins vegar reyndist keppnisáætlun Button betri og náði hann að endurheimta fyrsta sætið. Mark Webber náði þriðja sætinu í dag og Vettel, félagi hans hjá Red Bull, varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð í níunda sæti og vann sér inn engin stig í dag. Yfirburðir Button og Brawn GP voru miklir í dag. Button náði ellefu sekúndna forystu á næstu menn um miðbik keppninnar og er nú með fjórtán stiga forystu á Barrichello í stigakeppni ökuþóra. Þegar að öryggisbíllinn var kallaður út á brautina eftir árekstur í fyrsta hringnum var ákveðið að láta Button stoppa tvisvar á viðgerðarsvæðinu en ekki þrisvar eins og áætlað var. Það reyndist gera gæfumuninn fyrir Bretann sem ók mjög vel í keppninni. Úrslitin í dag: 1. Button, Brawn GP 2. Barrichello, Brawn GP 3. Webber, Red Bull 4. Vettel, Red Bull 5. Alonso, Renault 6. Massa, Ferrari 7. Heidfeld, BMW 8. Rosberg, Williams Formúla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Button var fremstur á ráspól, Sebastian Vettel á Red Bull annar og félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, þriðji. Barrichello náði þó að komast fram úr Button þökk sé góðri byrjun. Hins vegar reyndist keppnisáætlun Button betri og náði hann að endurheimta fyrsta sætið. Mark Webber náði þriðja sætinu í dag og Vettel, félagi hans hjá Red Bull, varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð í níunda sæti og vann sér inn engin stig í dag. Yfirburðir Button og Brawn GP voru miklir í dag. Button náði ellefu sekúndna forystu á næstu menn um miðbik keppninnar og er nú með fjórtán stiga forystu á Barrichello í stigakeppni ökuþóra. Þegar að öryggisbíllinn var kallaður út á brautina eftir árekstur í fyrsta hringnum var ákveðið að láta Button stoppa tvisvar á viðgerðarsvæðinu en ekki þrisvar eins og áætlað var. Það reyndist gera gæfumuninn fyrir Bretann sem ók mjög vel í keppninni. Úrslitin í dag: 1. Button, Brawn GP 2. Barrichello, Brawn GP 3. Webber, Red Bull 4. Vettel, Red Bull 5. Alonso, Renault 6. Massa, Ferrari 7. Heidfeld, BMW 8. Rosberg, Williams
Formúla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira