Ólafur dæmir Formúlu 1 í Tyrklandi 4. júní 2009 07:19 Ólafur Guðmundsson er í sólinni í Istanbúl og dæmir Formúlu 1 mótið um helgina. Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð. Ólafur dæmdi á fyrsta móti ársins eins og frægt varð, en þá sagði Lewis Hamilton ósatt í vitnaleiðslum eftir aksturs atvik í brautinni í Ástralíu og McLaren og Hamilton var refsað fyrir af mikilli hörku. Þurfti Ólafur að fljúga alla leið til Malasíu til að yfirheyra Hamilton á ný og liðsstjóra hans Dave Ryan, sem var svo rekinn frá McLaren vegna málsins. Þrír dómarar eru á hverju Formúlu 1 móti og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar einhver atvik koma upp. Þeir eru staðsettir í stjórnturni mótsins og vinna undir leiðsögn Charlie Whiting hjá FIA. Ólafur var einmitt á löngum fundi með honum í gærkvöldi ti að ræða stöðuna í Formúlu 1, en miklar hræringar eru í gangi þessa dagana. Rætt verður við Ólaf í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl síðustu þrjú ár og stefnir á sigur og veitir ekki af því Brawn og Jenson Button hafa unnið 5 mót af 6 á þessu ári. Button er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð. Ólafur dæmdi á fyrsta móti ársins eins og frægt varð, en þá sagði Lewis Hamilton ósatt í vitnaleiðslum eftir aksturs atvik í brautinni í Ástralíu og McLaren og Hamilton var refsað fyrir af mikilli hörku. Þurfti Ólafur að fljúga alla leið til Malasíu til að yfirheyra Hamilton á ný og liðsstjóra hans Dave Ryan, sem var svo rekinn frá McLaren vegna málsins. Þrír dómarar eru á hverju Formúlu 1 móti og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar einhver atvik koma upp. Þeir eru staðsettir í stjórnturni mótsins og vinna undir leiðsögn Charlie Whiting hjá FIA. Ólafur var einmitt á löngum fundi með honum í gærkvöldi ti að ræða stöðuna í Formúlu 1, en miklar hræringar eru í gangi þessa dagana. Rætt verður við Ólaf í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl síðustu þrjú ár og stefnir á sigur og veitir ekki af því Brawn og Jenson Button hafa unnið 5 mót af 6 á þessu ári. Button er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello í stigakeppni ökumanna.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira