Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur verið skipaður fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder bikarkeppninni í golfi á næsta ári.
Montgomerie þótti líklegastur til að hreppa hnossið ásamt Spánverjanum Jose Maria Olazabal sem var fyrirliði Evrópu í fyrra þegar liðið tapaði fyrir því bandaríska.
Montgomerie er 45 ára gamall og hefur átta sinnum verið í Ryderliði Evrópu. Mótið verður haldið á Celtic Manor í suðurhluta Wales.