Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2009 7. apríl 2009 00:01 Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðarástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnunum skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætlana. Ísland er þátttakandi í norrænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðarástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnunum skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætlana. Ísland er þátttakandi í norrænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun