Viðskipti erlent

Lykiltölur valda ótta hjá fjárfestum á Wall Street

Háskólinn í Michigan birti í dag nýja væntingavísitölu meðal bandarískra neytenda og olli hún ótta meðal fjárfesta á Wall Street sem tóku til við að selja hluti af miklum ákafa þannig að vísitölur þar fóru í mínus.

Væntingavísitalan féll úr 73,5 stigum í september og niður í 69,4 stig nú. Hagfræðingar höfðu vænst þess að vísitalan myndi haldast nær óbreytt í 73,3 stigum.

Samkvæmt frétt á börsen.dk sendu þessar fréttir Dow Jones niður um 1,1% og Nasdaq féll um 1,4%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×