Button: Meiri samkeppni framundan 28. ágúst 2009 08:12 Lewis Hamilton hefur staðið sig betur í síðustu tveimur mótum en Jenson Button, sem hefur forystu í stigamóiti ökumanna. Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt. Formúlu 1 liðin keppa á Spa brautinni um helgina og tvær æfingar verða í dag. Button hefur verið í vandræðum að ná réttu hitastigi í dekkin þegar kalt er í veðri og veður eru válynd á Spa og hann gæti lent í vanda um helgina af þeim sökum. "Ég vona að við höfum leyst vandræðin í kringum dekkjamálin, en dagurinn í dag verður mikilvægur og líka fyrir helstu keppinauta okkar um titilinn hjá Red Bull. Það verður líka mun meiri samkeppni á milli liða þessa mótshelgina og ekki bara tvö lið að berjast", sagði Button. Hann er með 18 stiga forskot á Barrichello í stigamóti ökumanna, en næstur á eftir er Mark Webber, sem er 20 stigum á eftir. Enn eru 60 stig í pottinum. "Ég verð að vera sókndjarfari í þeim mótum sem eftir eru, ég fékk bara 2 stig af 10 mögulegum í síðustu keppni og það gengur ekki upp. Ég lenti líka í því að Vettel keyrði yfir framvænginn hjá mér og gekk illa í tímatökum. Það átti sinn þátt í slappari árangri en ella. Ég þarf að vera áræðinn á Spa, án þess að gera eitthvað heimskulegt", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í samantekt kl. 21:30 á Stöð Sport í kvöld, en hér má sjá brautarlýsingu og tölfræði frá Spa. Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt. Formúlu 1 liðin keppa á Spa brautinni um helgina og tvær æfingar verða í dag. Button hefur verið í vandræðum að ná réttu hitastigi í dekkin þegar kalt er í veðri og veður eru válynd á Spa og hann gæti lent í vanda um helgina af þeim sökum. "Ég vona að við höfum leyst vandræðin í kringum dekkjamálin, en dagurinn í dag verður mikilvægur og líka fyrir helstu keppinauta okkar um titilinn hjá Red Bull. Það verður líka mun meiri samkeppni á milli liða þessa mótshelgina og ekki bara tvö lið að berjast", sagði Button. Hann er með 18 stiga forskot á Barrichello í stigamóti ökumanna, en næstur á eftir er Mark Webber, sem er 20 stigum á eftir. Enn eru 60 stig í pottinum. "Ég verð að vera sókndjarfari í þeim mótum sem eftir eru, ég fékk bara 2 stig af 10 mögulegum í síðustu keppni og það gengur ekki upp. Ég lenti líka í því að Vettel keyrði yfir framvænginn hjá mér og gekk illa í tímatökum. Það átti sinn þátt í slappari árangri en ella. Ég þarf að vera áræðinn á Spa, án þess að gera eitthvað heimskulegt", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í samantekt kl. 21:30 á Stöð Sport í kvöld, en hér má sjá brautarlýsingu og tölfræði frá Spa.
Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira