Miklar líkur eru á því að Michael Schumacher keppi með Mercedes liðinu á næsta ári samkvæmt Luca Montezemolo, forseta Ferrari. Hann segist hafa talað við Schumacher um málið í síma.
Schumacher sagði að það væri mjög miklar líkur á því að hann myndi keppa með Mercedes Benz á næsta ári. Það er ekki 100% öruggt enn sem komið er", sagði Montezemolo.
Mercedes liðið er fyrrum liði Brawn, sem varð meistari og Ross Brawn mun stýra liðinu á næsta ári. Hann hefur þegar ráðið Nico Rosberg til liðsins, en enn á eftir að ganga frá samningi við Schumacher, þó öll teikn virðist vera á lofti um ráðningu hans.
Schumacher hefur keppt í kart kappakstri og virðist hafa náð sér af hálsmeiðslum sem háðu honum, þegar hann átti að taka við Felipe Massa á þessu ári. Samkvæmt fregnum virðist aðeins beðið eftir niðurstöðu lækna um heiilsufar Schumachers áður en að samningi getur orðið.