Massa varpaði fjölmiðlasprengju 15. október 2009 08:41 Felipe Massa, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso í Brasilíu í fyrra. mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira