Fótbolti

Kári sendur meiddur heim úr æfingaferð á Spáni

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Kári Árnason varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann var í æfingaferðalagi á Spáni með liði sínu Esbjerg. Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum í dag.

Kári gekk til liðs við Esbjerg frá AGF sem lánsmaður í síðasta mánuði þar sem hann hitti fyrir gamla þjálfarann sinn Ove Pedersen.

Kára var ætlað stórt hlutverk í að bjarga liðinu frá falli en nú gæti framtíð hans hjá félaginu verið komin upp í loft. Ekki er vitað hve alvarleg meiðsli hans eru, en hann verður sendur til Danmerkur í nánari skoðun.

Ljóst er að ef meiðsli Árna eru alvarleg, gæti það kostað að lánssamningum yrði rift og hann færi aftur í herbúðir AGF.

Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur einnig með liði Esbjerg, sem er í þriðja neðsta sæti dönsku deildarinnar. Keppni þar í landi hefst eftir vetrarhlé í byrjun næsta mánaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×