Viðskipti erlent

Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu er nú á hraðleið niður í 30 dollara á tunnuna. Á markaðinum í New York er verðið komið undir 34 dollara og Goldman Sachs gerir ráð fyrir að verðið verði í rúmum 32 dollurum fyrir mánaðarmótin.

Það er samband af ört minnkandi eftirspurn, minnkandi spennu í MIðausturlöndum og samningar Rússa og Úkraníu í gasdeilunni sem valda lækkunum á olíumarkaðinum í dag.

Olía til afhendingar í febrúar selst nú á 33.60 dollara sem er 8% lækkun á verðinu frá því í síðustu viku.

Bloomberg-fréttaveitan segir að vaxandi olíubirgðir í Bandaríkjunum þrýsti verðinu einnig niður en birgðirnar hafi ekki verið meiri síðan í ágúst árið 2007.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×