Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2025 14:54 Finn Jakobsen, þáverandi forstjóri Magn í Færeyjum, í viðtali við Stöð 2 í Þórshöfn í fyrrasumar. Egill Aðalsteinsson Fyrrverandi forstjóri færeyska orkufélagsins Magn, sem Íslendingar eiga stóra hluti í, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann hafði verið ákærður fyrir „umboðssvik af sérlega alvarlegum toga“ með því að draga sér samtals 3,4 milljónir danskra króna, andvirði 65 milljóna íslenskra. Olíufélagið Magn var áður að öllu leyti í eigu Skeljungs, sem núna heitir Skel. Fyrir þremur árum seldi Skel meirihluta sinn í Orkufelaginu, móðurfélagi Magns, en átti eftir 48 prósenta hlut, sem síðan hefur minnkað niður í 20 prósent. Verktakinn Þorvaldur Gissurarson, ÞG Verk, er einnig stór eigandi með 17,5 prósenta hlut. Frá höfuðstöðvum Magn í Þórshöfn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Það var í nóvember í fyrra sem tilkynnt var að stjórn Magns hefði komist að samkomulagi við forstjórann Finn Jakobsen um að hann léti samstundis af störfum. Þá var ekkert gefið upp um ástæður skyndilegs brotthvarfs hans úr forstjórastólnum, einungist sagt að það væri innanhússmál. Núna hefur málið opinberast. Kringvarp Færeyja skýrði frá því fyrir helgi að Finn Jakobsen hefði verið ákærður fyrir fjárdrátt. Honum var gefið að sök að hafa í sex færslum millifært af reikningum vindmyllufélagsins Flatnahaga, hlutdeildarfélags Magns, samtals 3.445.000 danskar krónur yfir á reikning félags í Dubai. Samkvæmt ákærunni voru fjármunirnir nýttir til að greiða einkaútgjöld forstjórans. Finn Jakobsen, þáverandi forstjóri Magns, ræddi við fréttamann Stöðvar 2 á skrifstofu félagsins í fyrrasumar. Nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt um starfslok hans.Egill Aðalsteinsson Í fréttinni var jafnframt haft eftir stjórnarformanni Magns, Jan Petersen, að búið væri að endurgreiða alla fjárhæðina til Flatnahaga. Kringvarpið greinir svo frá því í dag að Finn Jakobsen hafi verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Ennfremur að hann sætti sig ekki við dómsniðurstöðuna og hafi áfrýjað dómnum til landsréttar. Hlutdeildarfélag Magns, Flatnahagi, hefur staðið fyrir uppbyggingu vindmyllugarða í Færeyjum.Kringvarpið Tveir Íslendingar sitja núna í stjórn Magns, þeir Hannes Ágúst Jóhannesson og Páll Snorrason. Áður hafa meðal annarra setið í stjórn félagsins þeir Þorvaldur Gissurarson, Árni Pétur Jónsson, áður forstjóri Skeljungs, og Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður. Þess má geta að Finn Jakobsen ræddi við Stöð 2 í fyrra um vindmylluuppbyggingu í Færeyjum í frétt sem sjá má hér: Færeyjar Skel fjárfestingafélag Dómsmál Tengdar fréttir Færeyingar fjölga vindmyllum til að draga úr olíukyndingu Færeyingar stefna að því að hætta raforkuframleiðslu með dísilolíu fyrir árið 2030. Samtímis vinna þeir að því að skipta út olíukyndingu íbúðarhúsa fyrir varmadælur og hyggjast þrefalda fjölda vindmylla, úr þrjátíu í níutíu. 13. maí 2024 20:02 Stjórn SKEL boðar sex milljarða arðgreiðslu til hluthafa Fjárfestingafélagið SKEL, sem fer með meirihluta í Styrkás, hefur ákveðið að bjóða um tíu til fimmtán prósenta eignarhlut í innviðafyrirtækinu til sölu en stefnt er að skráningu þess innan tveggja ára. Þá boðar stjórn SKEL arðgreiðslu til hluthafa – í tveimur jöfnum greiðslum – upp á sex milljarða, nánast allur hagnaður síðasta árs, en það er sambærileg fjárhæð og hefur verið greidd út samanlagt til hluthafa frá árinu 2018. 6. febrúar 2025 18:33 Selur hlut sinn í Orkufélaginu fyrir tæplega þrjá milljarða SKEL hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allan 48,3 prósenta hlut íslenska fjárfestingafélagsins í S/P Orkufélaginu fyrir jafnvirði um 2,8 milljarða króna. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum. 25. október 2022 16:52 Fjármálastjóri Eskju og eigandi ÞG Verks taka sæti í stjórn Magns Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi verktakafélagsins ÞG Verks, hafa tekið sæti í stjórn færeyska félagsins P/F Magn. Þetta kemur fram í frétt færeyska miðilsins KVF. 4. janúar 2022 14:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Olíufélagið Magn var áður að öllu leyti í eigu Skeljungs, sem núna heitir Skel. Fyrir þremur árum seldi Skel meirihluta sinn í Orkufelaginu, móðurfélagi Magns, en átti eftir 48 prósenta hlut, sem síðan hefur minnkað niður í 20 prósent. Verktakinn Þorvaldur Gissurarson, ÞG Verk, er einnig stór eigandi með 17,5 prósenta hlut. Frá höfuðstöðvum Magn í Þórshöfn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Það var í nóvember í fyrra sem tilkynnt var að stjórn Magns hefði komist að samkomulagi við forstjórann Finn Jakobsen um að hann léti samstundis af störfum. Þá var ekkert gefið upp um ástæður skyndilegs brotthvarfs hans úr forstjórastólnum, einungist sagt að það væri innanhússmál. Núna hefur málið opinberast. Kringvarp Færeyja skýrði frá því fyrir helgi að Finn Jakobsen hefði verið ákærður fyrir fjárdrátt. Honum var gefið að sök að hafa í sex færslum millifært af reikningum vindmyllufélagsins Flatnahaga, hlutdeildarfélags Magns, samtals 3.445.000 danskar krónur yfir á reikning félags í Dubai. Samkvæmt ákærunni voru fjármunirnir nýttir til að greiða einkaútgjöld forstjórans. Finn Jakobsen, þáverandi forstjóri Magns, ræddi við fréttamann Stöðvar 2 á skrifstofu félagsins í fyrrasumar. Nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt um starfslok hans.Egill Aðalsteinsson Í fréttinni var jafnframt haft eftir stjórnarformanni Magns, Jan Petersen, að búið væri að endurgreiða alla fjárhæðina til Flatnahaga. Kringvarpið greinir svo frá því í dag að Finn Jakobsen hafi verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Ennfremur að hann sætti sig ekki við dómsniðurstöðuna og hafi áfrýjað dómnum til landsréttar. Hlutdeildarfélag Magns, Flatnahagi, hefur staðið fyrir uppbyggingu vindmyllugarða í Færeyjum.Kringvarpið Tveir Íslendingar sitja núna í stjórn Magns, þeir Hannes Ágúst Jóhannesson og Páll Snorrason. Áður hafa meðal annarra setið í stjórn félagsins þeir Þorvaldur Gissurarson, Árni Pétur Jónsson, áður forstjóri Skeljungs, og Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður. Þess má geta að Finn Jakobsen ræddi við Stöð 2 í fyrra um vindmylluuppbyggingu í Færeyjum í frétt sem sjá má hér:
Færeyjar Skel fjárfestingafélag Dómsmál Tengdar fréttir Færeyingar fjölga vindmyllum til að draga úr olíukyndingu Færeyingar stefna að því að hætta raforkuframleiðslu með dísilolíu fyrir árið 2030. Samtímis vinna þeir að því að skipta út olíukyndingu íbúðarhúsa fyrir varmadælur og hyggjast þrefalda fjölda vindmylla, úr þrjátíu í níutíu. 13. maí 2024 20:02 Stjórn SKEL boðar sex milljarða arðgreiðslu til hluthafa Fjárfestingafélagið SKEL, sem fer með meirihluta í Styrkás, hefur ákveðið að bjóða um tíu til fimmtán prósenta eignarhlut í innviðafyrirtækinu til sölu en stefnt er að skráningu þess innan tveggja ára. Þá boðar stjórn SKEL arðgreiðslu til hluthafa – í tveimur jöfnum greiðslum – upp á sex milljarða, nánast allur hagnaður síðasta árs, en það er sambærileg fjárhæð og hefur verið greidd út samanlagt til hluthafa frá árinu 2018. 6. febrúar 2025 18:33 Selur hlut sinn í Orkufélaginu fyrir tæplega þrjá milljarða SKEL hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allan 48,3 prósenta hlut íslenska fjárfestingafélagsins í S/P Orkufélaginu fyrir jafnvirði um 2,8 milljarða króna. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum. 25. október 2022 16:52 Fjármálastjóri Eskju og eigandi ÞG Verks taka sæti í stjórn Magns Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi verktakafélagsins ÞG Verks, hafa tekið sæti í stjórn færeyska félagsins P/F Magn. Þetta kemur fram í frétt færeyska miðilsins KVF. 4. janúar 2022 14:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Færeyingar fjölga vindmyllum til að draga úr olíukyndingu Færeyingar stefna að því að hætta raforkuframleiðslu með dísilolíu fyrir árið 2030. Samtímis vinna þeir að því að skipta út olíukyndingu íbúðarhúsa fyrir varmadælur og hyggjast þrefalda fjölda vindmylla, úr þrjátíu í níutíu. 13. maí 2024 20:02
Stjórn SKEL boðar sex milljarða arðgreiðslu til hluthafa Fjárfestingafélagið SKEL, sem fer með meirihluta í Styrkás, hefur ákveðið að bjóða um tíu til fimmtán prósenta eignarhlut í innviðafyrirtækinu til sölu en stefnt er að skráningu þess innan tveggja ára. Þá boðar stjórn SKEL arðgreiðslu til hluthafa – í tveimur jöfnum greiðslum – upp á sex milljarða, nánast allur hagnaður síðasta árs, en það er sambærileg fjárhæð og hefur verið greidd út samanlagt til hluthafa frá árinu 2018. 6. febrúar 2025 18:33
Selur hlut sinn í Orkufélaginu fyrir tæplega þrjá milljarða SKEL hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allan 48,3 prósenta hlut íslenska fjárfestingafélagsins í S/P Orkufélaginu fyrir jafnvirði um 2,8 milljarða króna. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum. 25. október 2022 16:52
Fjármálastjóri Eskju og eigandi ÞG Verks taka sæti í stjórn Magns Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi verktakafélagsins ÞG Verks, hafa tekið sæti í stjórn færeyska félagsins P/F Magn. Þetta kemur fram í frétt færeyska miðilsins KVF. 4. janúar 2022 14:00