Inzaghi hungraður sem aldrei fyrr - Stefnan sett á Basten og Baggio Ómar Þorgeirsson skrifar 9. júlí 2009 23:30 Filippo „Pippo“ Inzaghi. Nordic photos/AFP Gamli refurinn Filippo Inzaghi er ekki dauður úr öllum æðum hjá AC Milan þó svo að ítalska félagið sé orðað við stjörnuframherja á borð við Luis Fabiano og Klaas-Jan Huntelaar. Hinn 36 ára gamli Inzaghi getur ekki beðið eftir næsta keppnistímabili á Ítalíu. „Ef ég væri 28 ára þá væri AC Milan ekki að leita að nýjum framherja núna, það er á hreinu, en þar sem ég er 36 ára gamall skil ég þetta fullkomlega vel. Stefna félagsins er að yngja upp hjá sér og það er bara gott og blessað og ég gæti reyndar verið pabbi nokkurra leikmanna sem eru að koma upp í aðalliðið núna," segir Inzaghi í viðtali við Gazzetta dello Sport. Inzaghi eða Pippo eins og hann er stundum kallaður setur stefnuna á að komast upp fyrir goðsagnirnar Marco Van Basten og Roberto Baggio í markaskorun. Basten skoraði 90 mörk á sínum tíma með AC Milan en Inzaghi er kominn með 70 mörk og Baggio skoraði 318 mörk á sínum ferli á Ítalíu í öllum keppnum en Inzaghi er þar kominn með 306 mörk. „Ég verð eins og mannæta þegar ég kem inn á völlinn og veit að það er stutt í Basten og Baggio. Það hvetur mig til þess að halda áfram á fullu," segir Inzaghi. Inzaghi státar reyndar af meti yfir flest mörk skoruð í Evrópukeppnum félagsliða en þar er hann efstur á blaði með 66 mörk ásamt Raúl hjá Real Madrid. Það verður að teljast ágætis árangur fyrir mann sem knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United lét hafa eftir sér að væri „fæddur í rangstöðu." Ítalski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Gamli refurinn Filippo Inzaghi er ekki dauður úr öllum æðum hjá AC Milan þó svo að ítalska félagið sé orðað við stjörnuframherja á borð við Luis Fabiano og Klaas-Jan Huntelaar. Hinn 36 ára gamli Inzaghi getur ekki beðið eftir næsta keppnistímabili á Ítalíu. „Ef ég væri 28 ára þá væri AC Milan ekki að leita að nýjum framherja núna, það er á hreinu, en þar sem ég er 36 ára gamall skil ég þetta fullkomlega vel. Stefna félagsins er að yngja upp hjá sér og það er bara gott og blessað og ég gæti reyndar verið pabbi nokkurra leikmanna sem eru að koma upp í aðalliðið núna," segir Inzaghi í viðtali við Gazzetta dello Sport. Inzaghi eða Pippo eins og hann er stundum kallaður setur stefnuna á að komast upp fyrir goðsagnirnar Marco Van Basten og Roberto Baggio í markaskorun. Basten skoraði 90 mörk á sínum tíma með AC Milan en Inzaghi er kominn með 70 mörk og Baggio skoraði 318 mörk á sínum ferli á Ítalíu í öllum keppnum en Inzaghi er þar kominn með 306 mörk. „Ég verð eins og mannæta þegar ég kem inn á völlinn og veit að það er stutt í Basten og Baggio. Það hvetur mig til þess að halda áfram á fullu," segir Inzaghi. Inzaghi státar reyndar af meti yfir flest mörk skoruð í Evrópukeppnum félagsliða en þar er hann efstur á blaði með 66 mörk ásamt Raúl hjá Real Madrid. Það verður að teljast ágætis árangur fyrir mann sem knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United lét hafa eftir sér að væri „fæddur í rangstöðu."
Ítalski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn