Inzaghi hungraður sem aldrei fyrr - Stefnan sett á Basten og Baggio Ómar Þorgeirsson skrifar 9. júlí 2009 23:30 Filippo „Pippo“ Inzaghi. Nordic photos/AFP Gamli refurinn Filippo Inzaghi er ekki dauður úr öllum æðum hjá AC Milan þó svo að ítalska félagið sé orðað við stjörnuframherja á borð við Luis Fabiano og Klaas-Jan Huntelaar. Hinn 36 ára gamli Inzaghi getur ekki beðið eftir næsta keppnistímabili á Ítalíu. „Ef ég væri 28 ára þá væri AC Milan ekki að leita að nýjum framherja núna, það er á hreinu, en þar sem ég er 36 ára gamall skil ég þetta fullkomlega vel. Stefna félagsins er að yngja upp hjá sér og það er bara gott og blessað og ég gæti reyndar verið pabbi nokkurra leikmanna sem eru að koma upp í aðalliðið núna," segir Inzaghi í viðtali við Gazzetta dello Sport. Inzaghi eða Pippo eins og hann er stundum kallaður setur stefnuna á að komast upp fyrir goðsagnirnar Marco Van Basten og Roberto Baggio í markaskorun. Basten skoraði 90 mörk á sínum tíma með AC Milan en Inzaghi er kominn með 70 mörk og Baggio skoraði 318 mörk á sínum ferli á Ítalíu í öllum keppnum en Inzaghi er þar kominn með 306 mörk. „Ég verð eins og mannæta þegar ég kem inn á völlinn og veit að það er stutt í Basten og Baggio. Það hvetur mig til þess að halda áfram á fullu," segir Inzaghi. Inzaghi státar reyndar af meti yfir flest mörk skoruð í Evrópukeppnum félagsliða en þar er hann efstur á blaði með 66 mörk ásamt Raúl hjá Real Madrid. Það verður að teljast ágætis árangur fyrir mann sem knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United lét hafa eftir sér að væri „fæddur í rangstöðu." Ítalski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira
Gamli refurinn Filippo Inzaghi er ekki dauður úr öllum æðum hjá AC Milan þó svo að ítalska félagið sé orðað við stjörnuframherja á borð við Luis Fabiano og Klaas-Jan Huntelaar. Hinn 36 ára gamli Inzaghi getur ekki beðið eftir næsta keppnistímabili á Ítalíu. „Ef ég væri 28 ára þá væri AC Milan ekki að leita að nýjum framherja núna, það er á hreinu, en þar sem ég er 36 ára gamall skil ég þetta fullkomlega vel. Stefna félagsins er að yngja upp hjá sér og það er bara gott og blessað og ég gæti reyndar verið pabbi nokkurra leikmanna sem eru að koma upp í aðalliðið núna," segir Inzaghi í viðtali við Gazzetta dello Sport. Inzaghi eða Pippo eins og hann er stundum kallaður setur stefnuna á að komast upp fyrir goðsagnirnar Marco Van Basten og Roberto Baggio í markaskorun. Basten skoraði 90 mörk á sínum tíma með AC Milan en Inzaghi er kominn með 70 mörk og Baggio skoraði 318 mörk á sínum ferli á Ítalíu í öllum keppnum en Inzaghi er þar kominn með 306 mörk. „Ég verð eins og mannæta þegar ég kem inn á völlinn og veit að það er stutt í Basten og Baggio. Það hvetur mig til þess að halda áfram á fullu," segir Inzaghi. Inzaghi státar reyndar af meti yfir flest mörk skoruð í Evrópukeppnum félagsliða en þar er hann efstur á blaði með 66 mörk ásamt Raúl hjá Real Madrid. Það verður að teljast ágætis árangur fyrir mann sem knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United lét hafa eftir sér að væri „fæddur í rangstöðu."
Ítalski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira