Titilslagur framundan í Singapúr 26. september 2009 07:12 Jenson Button hefur forystu í stigakeppni ökumanna og á marga aðdáendur eftir gott gengi á árinu. Mynd: Getty Images Einvígið um meistaratitilinn í Formúlu 1 er framundan á flóðlýstri braut í Singapúr í dag, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Sýnu mesta þeir Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn, en einnig Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í gær, en Vettel á þeirri síðari. Barrichello hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum og er aðeins 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna, en um tíma var munurinn á milli þeirra 26 stig. Vettel er nú 26 stigum á eftir Button, þegar fjórum mótum er ólokið og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Róður hans er erfiður, en Vettel segist stefna á sigur í hverju móti til að ná marki sínu. Webber hefur hinsvegar gefið von um titil upp á bátinn. Hann klessti bíl sinn í gær, en mætir með endurbyggðan bíl í lokaæfinguna í dag og svo tímatökuna. Button og Barrichello segjast báðir ætla að berjast um titilinn á heiðarlegan hátt og miðla upplýsingum til hvors annars Þó þeir séu keppinautar um titilinn og jafnframt liðsfélagar. "Hamilton hefur bent á það að þegar aðeins tvö mót voru eftir 2007, þá var hann með 17 stiga forskot og tapaði af titlinum til Kimi Raikkönen. Það er svo margt sem getur gerst og ég tek eina keppni í einu og gæti þess að vera jákvæður. Ég vill keppa til sigurs en verð líka að hugsa um stigin. Ég hlakka mjög til lokabaráttunnar og þeirra móta sem eftir eru", sagði Button. Fernando Alonso vann mótið í Singapúr í fyrra, þegar Renault liðið svindlaði, en hann var þó saklaus í málinu. Alonso var með næst besta tíma í gær og til alls líklegur á erfiðri braut. Æfingin í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55 og tímatakan í opinni dagskrá kl. 13.45. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Einvígið um meistaratitilinn í Formúlu 1 er framundan á flóðlýstri braut í Singapúr í dag, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Sýnu mesta þeir Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn, en einnig Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í gær, en Vettel á þeirri síðari. Barrichello hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum og er aðeins 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna, en um tíma var munurinn á milli þeirra 26 stig. Vettel er nú 26 stigum á eftir Button, þegar fjórum mótum er ólokið og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Róður hans er erfiður, en Vettel segist stefna á sigur í hverju móti til að ná marki sínu. Webber hefur hinsvegar gefið von um titil upp á bátinn. Hann klessti bíl sinn í gær, en mætir með endurbyggðan bíl í lokaæfinguna í dag og svo tímatökuna. Button og Barrichello segjast báðir ætla að berjast um titilinn á heiðarlegan hátt og miðla upplýsingum til hvors annars Þó þeir séu keppinautar um titilinn og jafnframt liðsfélagar. "Hamilton hefur bent á það að þegar aðeins tvö mót voru eftir 2007, þá var hann með 17 stiga forskot og tapaði af titlinum til Kimi Raikkönen. Það er svo margt sem getur gerst og ég tek eina keppni í einu og gæti þess að vera jákvæður. Ég vill keppa til sigurs en verð líka að hugsa um stigin. Ég hlakka mjög til lokabaráttunnar og þeirra móta sem eftir eru", sagði Button. Fernando Alonso vann mótið í Singapúr í fyrra, þegar Renault liðið svindlaði, en hann var þó saklaus í málinu. Alonso var með næst besta tíma í gær og til alls líklegur á erfiðri braut. Æfingin í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55 og tímatakan í opinni dagskrá kl. 13.45. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr
Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti