Beint lýðræði Jón Sigurðsson skrifar 30. september 2009 06:00 Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar