Íslenski boltinn

Óli Þórðar: Þetta var ekki víti

Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson. Mynd/Valli
„Vítaspyrnudómurinn var rangur, hann var vendipunkturinn í leiknum og skipti sköpum hér í kvöld," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þó með stóískri ró, eftir að lið hans beið lægri hlut fyrir Fram 2-0, í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.

„Það var aumingjaskapur að vinna ekki þennan leik, við biðum þolinmóðir, vorum skynsamir og erum orðnir manni fleiri en þeir þegar við gefum eftir og fáum á okkur tvö mörk, sagði Ólafur.

Aðspurður um takmarkaða sóknartilburði Fylkis sagði Ólafur:

„Nei ég hef engar áhyggjur af okkar sóknarleik, menn eru þreyttir og þetta er búið að vera mikil törn. Það kostar svolítið að vera í toppbaráttunni en þetta er spurning um hvar á vellinum þú vilt spila leikinn," sagði Ólafur, sem sagði sína menn ekki hafa verið farna að bíða eftir framlengingu.

„Við ætluðum okkur sigur í leiknum, það tókst ekki og vítaspyrnan var einfaldlega vendipunkturinn í þessum leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×