Haukakonur unnu KR eftir dramatík og framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2009 17:35 Sigrún Ámundadóttir hjá KR og Sara Pálmadóttir hjá Haukum. Mynd/Anton Haukakonur eru komnar í 2-1 í úrslitaeinvígi sínu á móti KR í Iceland Express deild kvenna eftir 74-65 sigur í framlengdum leik á Ásvöllum í kvöld. Hildur Sigurðardóttir tryggði KR framlengingu með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn rann út. Slavica Dimovska hafði sett niður þriggja stiga körfu og komið Haukum í 61-58 þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Haukaliðið var miklu grimmara í framlengingunni sem liðið vann með 9 stigum, 13-4, og tók forustuna í einvíginu. Slavica Dimovska skoraði 17 stig fyrir Hauka og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 16 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Moneka Knight 14 stig. Hildur Sigurðardóttir var með 20 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar hjá KR og Sigrún Ámundadóttir skoraði 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 11 af 14 stigum sínum í seinni hálfleik. Byrjunarliðin í kvöld: Haukar (Telma Björk Fjalarsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Slavica Dimovska, Moneka Knight, Kristrún Sigurjónsdóttir)KR (Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Guðrún Arna Sigurðardóttir, Sigrún Ámundadóttir, Margrét Kara Sturludóttir) Haukar-KR 74-65 (leik lokið) Framlenging Kristrún setur bæði vítin niður, KR nær ekki að nýta næstu sókn og Guðbjörg Sverrisdóttir fær tvö víti og innsiglar sigurinn. Skot KR geiga, Haukar eru grimmir í fráköstum og Telma fer á vítalínuna og kemur Haukum fimm stigum yfir með því að hitta úr 1 af 2 vítum. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, stelur síðan boltanum og það er brotið á henni. Hún fær tvö skot eftir að KR tekur leikhlé. Kristrún Sigurjónsdóttir kemur Haukum þremur stigum yfir með því að hitta úr 1 af 2 vítum. KR tapar boltanum í næstu sókn og Telma Björk Fjalarsdóttir kemur Haukum fimm stigum yfir. Ragna Margrét á nú öll fráköst og þá setur hún tvö víti niður eftir að brotið var á henni þegar hún náði í sitt tólfta fráköst í leiknum. Ragna Margrét er komin með 16 stig í leiknum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir nær sóknafrákasti og skorar. Guðrún Gróa var að fá sína fimmtu villu. Ragna Margrét fer á línuna, hitti úr öðru vítinu og kemur Haukum yfir. Hildur Sigurðardóttir er komin í gang. Hún skorar fyrstu körfuna í framlengingunni og er komin með 19 stig í leiknum. Haukar byrja með boltann en tapa honum strax. Dramatíkin er´engu lík. 4. leikhluti Það er brotið á Hildi Sigurðardóttur í þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rennur út. Nú hittir Hildur r öllum þremur vítunum og tryggir KR framlengingu. Slavica skorar magnaða þriggja stiga körfu úr horninu rétt fyrir leikslok. KR tekur leikhlé en það eru tvær sekúndur eftir af leiknum. Sigrún Ámundadóttir skorar risa þrist og jafnar leikinn. KR nær boltanum og Hildur Sigurðardóttir kemst á vítalínuna. Moneka Knight er komin með 5 villur. Hildur klikkar á báðum vítunum. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hjá KR stelur boltanum og Hildur Sigurðardóttir minnkar muninn í tvö stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skorar tvær flottar körfur í röð og Haukar eru komnir fjórum stigum yfir. Ragna Margrét er komin með 10 stig og 9 fráköst. KR tekur annað leikhlé. Hildur Sigurðardóttir kemst á vítalínuna en hitti bara úr öðrum skotinu þannig að nú er jafnt. KR tekur leikhlé. Liðin eru að gera mikið af mistökum og það hefur ekki verið skorað í leiknum í tvær og hálfa mínútu. Spennan er óbærileg á Ásvöllum þessa stundina og það er eins og Haukastúlkur finni engin svör við varnarleik KR-liðsins. Moneka Knight er komin aftur inn á og það ætti að hjálpa þeim mikið. Margrét Kara Sturludóttir skoraði flotta kröfu og fær víti að auki - munurinn er aðeins 1 stig. Kara er búin að fara hamförum í seinni hálfleiknum. KR búið að skora þrjár góðar körfur í röð og munurinn er aðeins tvö stig. Haukar taka leikhlé. Vörnin þeirra er farin að opnast en KR-liðið hefur ekki náð að nýta sér það nægilega vel. KR-liðið er ekki að setja niður opin skot og þær ná ekki að minnka muninn þrátt fyrir mikla baráttu. 3. leikhluti Moneka Knight endar leikhlutan á góðri körfu en hún er ítrekað búin að skora mikilvægar körfur þegar skotklukkan er að renna út. Moneka er komin með 14 stig í leiknum. Hildur Sigurðardóttir kemur inn sem skotbakvörður en KR-liðið er í raun með tvo leikstjórnendur inn á vellinum. Heiðrún Kristmundsdóttir er búin að taka við leikstjórnendastöðunni hjá KR og sóknin gengur miklu betur. Haukar taka leikhlé. Margrét Kara Sturludóttir er að halda KR á floti í upphafi seinni hálfleiks en hún er búin að skora 8 síðustu stig liðsins. Slavica var að fá sína fyrstu villu sem er mikil breyting frá því í fyrstu leikjunum þegar hún var oft í villuvandræðum. Haukar byrja seinni hálfleik af miklum krafti og þær eru komnar 7 stigum yfir laglegar körfur frá Rögnu Margréti og Telmu. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hjá KR er komin með 3 villur í upphafi seinni. Haukakonur byrja með boltann í seinni hálfleiknum. Stig liðanna í fyrri hálfleik: Stig Hauka: Slavica Dimovska 12, Moneka Knight 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4 (7 frák.), Guðbhjörg Sverrisdóttir 4, Kristrún Sigurjónsdóttir 3. Stig KR: Sigrún Ámundadóttir 13, Hildur Sigurðardóttir 7 (7 frák., 4 stoðs.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2, Margrét Kara Sturludóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2, Guðrún Arna Sigurðardóttir 2. Liðin eru að skiptast á að hafa forustuna í leiknum og það stefnir í spennandi seinni hálflleik. Haukar hafa forustuna eftir að hafa endað báða leikhlutana mjög vel. Haukar eru 23-21 yfir í fráköstum og bæði lið hafa tapað 8 boltum. Það munar miklu á þriggja stiga nýtingunni en Haukar hafa sett niður 5 af 12 langskotum sínum (41,7 prósent) en aðeins 1 af 12 þriggja stiga skotum KR hafa ratað rétta leið. 2. leikhluti: Síðasta sókn Hauka er tilviljunarkennd en Slavica nær ágætu skot en það geigar. Haukar hafa þriggja stiga forskot í hálfleik. Haukaliðið er búið að setja niður tvo þrista í röð og Slavica Dimovska er komin með 12 stig. Haukar taka leikhlé og þeir eiga boltann fyrir síðustu sókn hálfleiksins. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, var að koma Haukum aftur yfir með laglegum þristi en þetta var hennar fyrsta karfa. Hildur Sigurðardóttir er komin með 7 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka tekur leikhlé eftir að KR er búið að skora 7 stig í röð. Sigrún Ámundadóttir er búin að skora 5 af þessum stigum og er komin með 11 stig í leiknum. Leikurinn er æsispennandi og það er mikil baráttu um hvern einasta lausa bolta. Það er aftur á móti mikið um mistök. KR-konur eru að ná að stoppa í vörninni en eru hinsvegar að flýta sér of mikið í hraðaupphlaupunum sem kostar þær tapaða bolta. KR var að taka fyrsta leikhlé leiksins en þær eiga tvö vítaskot eftir það. Sigrún Ámundadóttir er komin með 7 stig fyrir KR og hún er einnig búin að stela þremur boltum. Slavica Dimovska hjá Haukum er mjög ákveðin í upphafi leiks og er búin að fiska þrjár villur og skora 9 stig. 1. leikhluti: Haukarnir skoruðu fimm síðustu stig leikhlutans og komust 4 stigum yfir. Fyrsta stal Guðbjörg Sverrisdóttir boltanum og skoraði sína aðra körfu í röð og svo skoraði Slavica Dimovska þrist en hún er komin með 7 stig í leiknum. Haukar eru farnir að taka fráköst og skora inn í teig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir er komin með 6 fráköst. Ragna Margrét Brynjarsdóttir er búin að skora tvær kröfur í röð og Haukar hafa jafnað leikinn. Margrét Kara Sturludóttir hjá KR er komin með tvær villur í upphafi leiks. Haukastúlkan Moneka Knight er einnig með tvær villur. Moneka Knight hefur skorað tvær þriggja stiga körfur fyrir Hauka í upphafi leiks. KR-liðið byrjar betur og hefur þegar tekið forustuna í baráttunni um fráköstin Haukar tapa boltanum í fyrstu þremur sóknum sínum og KR skorar fyrstu fjögur stigin. Leikurinn er farinn í gang og nú er að duga eða drepast fyrir bæði lið. Fyrir leik: Tveir af bestu dómurum landsins dæma leikinn í kvöld en það eru Keflvíkingarnir Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson. Guðrún Arna Sigurðardóttir kemur inn í byrjunarlið KR fyrir Helgu Einarsdóttir sem hefur átt við meiðsli að stríða og er tæp fyrir þennan leik. Báðir leikirnir í einvíginu til þessa hafa unnist á útivelli en þessi tvö lið mætast nú í sjöunda sinn á tímabilinu. Haukar hafa unnið fimm af sjö leikjum en báðir sigrar KR hafa komið á Ásvöllum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Haukakonur eru komnar í 2-1 í úrslitaeinvígi sínu á móti KR í Iceland Express deild kvenna eftir 74-65 sigur í framlengdum leik á Ásvöllum í kvöld. Hildur Sigurðardóttir tryggði KR framlengingu með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn rann út. Slavica Dimovska hafði sett niður þriggja stiga körfu og komið Haukum í 61-58 þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Haukaliðið var miklu grimmara í framlengingunni sem liðið vann með 9 stigum, 13-4, og tók forustuna í einvíginu. Slavica Dimovska skoraði 17 stig fyrir Hauka og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 16 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Moneka Knight 14 stig. Hildur Sigurðardóttir var með 20 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar hjá KR og Sigrún Ámundadóttir skoraði 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 11 af 14 stigum sínum í seinni hálfleik. Byrjunarliðin í kvöld: Haukar (Telma Björk Fjalarsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Slavica Dimovska, Moneka Knight, Kristrún Sigurjónsdóttir)KR (Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Guðrún Arna Sigurðardóttir, Sigrún Ámundadóttir, Margrét Kara Sturludóttir) Haukar-KR 74-65 (leik lokið) Framlenging Kristrún setur bæði vítin niður, KR nær ekki að nýta næstu sókn og Guðbjörg Sverrisdóttir fær tvö víti og innsiglar sigurinn. Skot KR geiga, Haukar eru grimmir í fráköstum og Telma fer á vítalínuna og kemur Haukum fimm stigum yfir með því að hitta úr 1 af 2 vítum. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, stelur síðan boltanum og það er brotið á henni. Hún fær tvö skot eftir að KR tekur leikhlé. Kristrún Sigurjónsdóttir kemur Haukum þremur stigum yfir með því að hitta úr 1 af 2 vítum. KR tapar boltanum í næstu sókn og Telma Björk Fjalarsdóttir kemur Haukum fimm stigum yfir. Ragna Margrét á nú öll fráköst og þá setur hún tvö víti niður eftir að brotið var á henni þegar hún náði í sitt tólfta fráköst í leiknum. Ragna Margrét er komin með 16 stig í leiknum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir nær sóknafrákasti og skorar. Guðrún Gróa var að fá sína fimmtu villu. Ragna Margrét fer á línuna, hitti úr öðru vítinu og kemur Haukum yfir. Hildur Sigurðardóttir er komin í gang. Hún skorar fyrstu körfuna í framlengingunni og er komin með 19 stig í leiknum. Haukar byrja með boltann en tapa honum strax. Dramatíkin er´engu lík. 4. leikhluti Það er brotið á Hildi Sigurðardóttur í þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rennur út. Nú hittir Hildur r öllum þremur vítunum og tryggir KR framlengingu. Slavica skorar magnaða þriggja stiga körfu úr horninu rétt fyrir leikslok. KR tekur leikhlé en það eru tvær sekúndur eftir af leiknum. Sigrún Ámundadóttir skorar risa þrist og jafnar leikinn. KR nær boltanum og Hildur Sigurðardóttir kemst á vítalínuna. Moneka Knight er komin með 5 villur. Hildur klikkar á báðum vítunum. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hjá KR stelur boltanum og Hildur Sigurðardóttir minnkar muninn í tvö stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skorar tvær flottar körfur í röð og Haukar eru komnir fjórum stigum yfir. Ragna Margrét er komin með 10 stig og 9 fráköst. KR tekur annað leikhlé. Hildur Sigurðardóttir kemst á vítalínuna en hitti bara úr öðrum skotinu þannig að nú er jafnt. KR tekur leikhlé. Liðin eru að gera mikið af mistökum og það hefur ekki verið skorað í leiknum í tvær og hálfa mínútu. Spennan er óbærileg á Ásvöllum þessa stundina og það er eins og Haukastúlkur finni engin svör við varnarleik KR-liðsins. Moneka Knight er komin aftur inn á og það ætti að hjálpa þeim mikið. Margrét Kara Sturludóttir skoraði flotta kröfu og fær víti að auki - munurinn er aðeins 1 stig. Kara er búin að fara hamförum í seinni hálfleiknum. KR búið að skora þrjár góðar körfur í röð og munurinn er aðeins tvö stig. Haukar taka leikhlé. Vörnin þeirra er farin að opnast en KR-liðið hefur ekki náð að nýta sér það nægilega vel. KR-liðið er ekki að setja niður opin skot og þær ná ekki að minnka muninn þrátt fyrir mikla baráttu. 3. leikhluti Moneka Knight endar leikhlutan á góðri körfu en hún er ítrekað búin að skora mikilvægar körfur þegar skotklukkan er að renna út. Moneka er komin með 14 stig í leiknum. Hildur Sigurðardóttir kemur inn sem skotbakvörður en KR-liðið er í raun með tvo leikstjórnendur inn á vellinum. Heiðrún Kristmundsdóttir er búin að taka við leikstjórnendastöðunni hjá KR og sóknin gengur miklu betur. Haukar taka leikhlé. Margrét Kara Sturludóttir er að halda KR á floti í upphafi seinni hálfleiks en hún er búin að skora 8 síðustu stig liðsins. Slavica var að fá sína fyrstu villu sem er mikil breyting frá því í fyrstu leikjunum þegar hún var oft í villuvandræðum. Haukar byrja seinni hálfleik af miklum krafti og þær eru komnar 7 stigum yfir laglegar körfur frá Rögnu Margréti og Telmu. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hjá KR er komin með 3 villur í upphafi seinni. Haukakonur byrja með boltann í seinni hálfleiknum. Stig liðanna í fyrri hálfleik: Stig Hauka: Slavica Dimovska 12, Moneka Knight 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4 (7 frák.), Guðbhjörg Sverrisdóttir 4, Kristrún Sigurjónsdóttir 3. Stig KR: Sigrún Ámundadóttir 13, Hildur Sigurðardóttir 7 (7 frák., 4 stoðs.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2, Margrét Kara Sturludóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2, Guðrún Arna Sigurðardóttir 2. Liðin eru að skiptast á að hafa forustuna í leiknum og það stefnir í spennandi seinni hálflleik. Haukar hafa forustuna eftir að hafa endað báða leikhlutana mjög vel. Haukar eru 23-21 yfir í fráköstum og bæði lið hafa tapað 8 boltum. Það munar miklu á þriggja stiga nýtingunni en Haukar hafa sett niður 5 af 12 langskotum sínum (41,7 prósent) en aðeins 1 af 12 þriggja stiga skotum KR hafa ratað rétta leið. 2. leikhluti: Síðasta sókn Hauka er tilviljunarkennd en Slavica nær ágætu skot en það geigar. Haukar hafa þriggja stiga forskot í hálfleik. Haukaliðið er búið að setja niður tvo þrista í röð og Slavica Dimovska er komin með 12 stig. Haukar taka leikhlé og þeir eiga boltann fyrir síðustu sókn hálfleiksins. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, var að koma Haukum aftur yfir með laglegum þristi en þetta var hennar fyrsta karfa. Hildur Sigurðardóttir er komin með 7 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka tekur leikhlé eftir að KR er búið að skora 7 stig í röð. Sigrún Ámundadóttir er búin að skora 5 af þessum stigum og er komin með 11 stig í leiknum. Leikurinn er æsispennandi og það er mikil baráttu um hvern einasta lausa bolta. Það er aftur á móti mikið um mistök. KR-konur eru að ná að stoppa í vörninni en eru hinsvegar að flýta sér of mikið í hraðaupphlaupunum sem kostar þær tapaða bolta. KR var að taka fyrsta leikhlé leiksins en þær eiga tvö vítaskot eftir það. Sigrún Ámundadóttir er komin með 7 stig fyrir KR og hún er einnig búin að stela þremur boltum. Slavica Dimovska hjá Haukum er mjög ákveðin í upphafi leiks og er búin að fiska þrjár villur og skora 9 stig. 1. leikhluti: Haukarnir skoruðu fimm síðustu stig leikhlutans og komust 4 stigum yfir. Fyrsta stal Guðbjörg Sverrisdóttir boltanum og skoraði sína aðra körfu í röð og svo skoraði Slavica Dimovska þrist en hún er komin með 7 stig í leiknum. Haukar eru farnir að taka fráköst og skora inn í teig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir er komin með 6 fráköst. Ragna Margrét Brynjarsdóttir er búin að skora tvær kröfur í röð og Haukar hafa jafnað leikinn. Margrét Kara Sturludóttir hjá KR er komin með tvær villur í upphafi leiks. Haukastúlkan Moneka Knight er einnig með tvær villur. Moneka Knight hefur skorað tvær þriggja stiga körfur fyrir Hauka í upphafi leiks. KR-liðið byrjar betur og hefur þegar tekið forustuna í baráttunni um fráköstin Haukar tapa boltanum í fyrstu þremur sóknum sínum og KR skorar fyrstu fjögur stigin. Leikurinn er farinn í gang og nú er að duga eða drepast fyrir bæði lið. Fyrir leik: Tveir af bestu dómurum landsins dæma leikinn í kvöld en það eru Keflvíkingarnir Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson. Guðrún Arna Sigurðardóttir kemur inn í byrjunarlið KR fyrir Helgu Einarsdóttir sem hefur átt við meiðsli að stríða og er tæp fyrir þennan leik. Báðir leikirnir í einvíginu til þessa hafa unnist á útivelli en þessi tvö lið mætast nú í sjöunda sinn á tímabilinu. Haukar hafa unnið fimm af sjö leikjum en báðir sigrar KR hafa komið á Ásvöllum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum