Ásta: Fínt að spila inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2009 10:00 Ásta Árnadóttir. Mynd/E. Stefán Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira