Guardiola brjálaður út í dómarann í Chelsea-leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2009 10:00 Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, í leiknum í gær. Mynd/AFP Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var allt annað en sáttur með þýska dómarann Wolfgang Stark í fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni í gær en leiknum endaði með markalausu jafntefli. Guardiola segir það hafa verið rangt að spjalda þá Yaya Toure og Carles Puyol. Puyol verður í kjölfarið í leikbanni í seinni leiknum. Þá heldur spænski þjálfarinn því fram að landi dómarans, Michael Ballack, hefði átt að fá reisupassann fyrir brot á Andres Iniesta í lok leiksins. „Ég trúi því varla að liðið sem er reyna að spila fótbolta endi með jafnmörg spjöld og liðið sem reyndi bara að brjóta af sér," sagði Guardiola á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það var algjör skandall að Ballack skildi ekki vera rekinn útaf. Andres var á leiðinni inn í teiginn og í átt að marki. Þetta var augljóslega annað gula spjaldið hans Ballack," sagði Guardiola. Guardiola talaði um að hann hefði lagt áherslu á það við sína menn að sýna prúðmennsku inn á vellinum. „Það á að skipta máli hvernig leik liðin spila. Það lið sem sækir á að njóta góðs af því. Ég sagði við mína leikmenn fyrir leikinn. Engar harðar tæklingar og engin brot. Það var okkar vinnuregla í þessum leik," sagði Guardiola svekktur. „Ef að litlu atriðin koma til með að ráða því hver vinnur Meistaradeildina í ár þá á þessi leikur ekki eftir að hjálpa okkur," sagði Guardiola að lokum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var allt annað en sáttur með þýska dómarann Wolfgang Stark í fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni í gær en leiknum endaði með markalausu jafntefli. Guardiola segir það hafa verið rangt að spjalda þá Yaya Toure og Carles Puyol. Puyol verður í kjölfarið í leikbanni í seinni leiknum. Þá heldur spænski þjálfarinn því fram að landi dómarans, Michael Ballack, hefði átt að fá reisupassann fyrir brot á Andres Iniesta í lok leiksins. „Ég trúi því varla að liðið sem er reyna að spila fótbolta endi með jafnmörg spjöld og liðið sem reyndi bara að brjóta af sér," sagði Guardiola á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það var algjör skandall að Ballack skildi ekki vera rekinn útaf. Andres var á leiðinni inn í teiginn og í átt að marki. Þetta var augljóslega annað gula spjaldið hans Ballack," sagði Guardiola. Guardiola talaði um að hann hefði lagt áherslu á það við sína menn að sýna prúðmennsku inn á vellinum. „Það á að skipta máli hvernig leik liðin spila. Það lið sem sækir á að njóta góðs af því. Ég sagði við mína leikmenn fyrir leikinn. Engar harðar tæklingar og engin brot. Það var okkar vinnuregla í þessum leik," sagði Guardiola svekktur. „Ef að litlu atriðin koma til með að ráða því hver vinnur Meistaradeildina í ár þá á þessi leikur ekki eftir að hjálpa okkur," sagði Guardiola að lokum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn