Fengu Kraums-verðlaunin 17. desember 2009 06:00 Kraums-verðlaunin voru afhent í annað sinn gær við hátíðlega athöfn. Hér stilla verðlaunahafarnir sér upp saman. fréttablaðið/anton Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent í gær. Meðal þeirra voru hljómsveitirnar Bloodgroup og Hjaltalín. Um er að ræða sérstaka viðurkenningu Kraums-tónlistarsjóðs til þeirra verka sem hafa þótt framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu. Kraumur mun styðja við sigurplöturnar og jafnframt auka við möguleika flytjendanna á að koma þeim á framfæri utan landsteinana með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis. Dómnefnd Kraumslistans er skipuð sextán aðilum sem hafa síðustu ár starfað við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Tuttugu plötur voru tilnefndar til Kraums-verðlaunanna í ár. Á meðal hljómsveita og tónlistarmanna sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar í þetta sinn eru Dikta, Egill Sæbjörnsson, múm og Feldberg. Á síðasta ári sigruðu plötur Agent Fresco, FM Belfast, Huga Guðmundssonar, Ísafoldar, Mammút og Retro Stefson. Sigurvegarar: Anna Guðný Guðmundsdóttir - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins Bloodgroup - Dry Land Helgi Hrafn Jónsson - For the Rest of My Childhood Hildur Guðnadóttir - Without Sinking Hjaltalín - Terminal Morðingjarnir - Flóttinn mikli Það var margt um manninn þegar Kraums-verðlaunin voru afhent í gær. .Haraldur Leví Gunnarsson hjá Records Records-útgáfunni var á meðal gesta. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent í gær. Meðal þeirra voru hljómsveitirnar Bloodgroup og Hjaltalín. Um er að ræða sérstaka viðurkenningu Kraums-tónlistarsjóðs til þeirra verka sem hafa þótt framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu. Kraumur mun styðja við sigurplöturnar og jafnframt auka við möguleika flytjendanna á að koma þeim á framfæri utan landsteinana með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis. Dómnefnd Kraumslistans er skipuð sextán aðilum sem hafa síðustu ár starfað við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Tuttugu plötur voru tilnefndar til Kraums-verðlaunanna í ár. Á meðal hljómsveita og tónlistarmanna sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar í þetta sinn eru Dikta, Egill Sæbjörnsson, múm og Feldberg. Á síðasta ári sigruðu plötur Agent Fresco, FM Belfast, Huga Guðmundssonar, Ísafoldar, Mammút og Retro Stefson. Sigurvegarar: Anna Guðný Guðmundsdóttir - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins Bloodgroup - Dry Land Helgi Hrafn Jónsson - For the Rest of My Childhood Hildur Guðnadóttir - Without Sinking Hjaltalín - Terminal Morðingjarnir - Flóttinn mikli Það var margt um manninn þegar Kraums-verðlaunin voru afhent í gær. .Haraldur Leví Gunnarsson hjá Records Records-útgáfunni var á meðal gesta.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira