Frábær byrjun Formúlu 1 nýliðans 17. október 2009 10:47 Kamui Kobayashi umvafinn japönskum fréttamönnum í Brasilíu. mynd: Getty Images Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira