Jón Halldór: Rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2009 22:21 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira