Ísland er heimili mitt að heiman 9. mars 2009 18:30 Kesha Watson í leik gegn Haukum Mynd/Daníel Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira