Birgir Leifur Hafþórsson lauk í morgun fyrsta hringnum á Joburg Open mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku. Birgir lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða höggi yfir pari. Hann er í kring um 70. sæti á mótinu, sem er hans fjórða mót eftir hálfsárs fjarveru vegna meiðsla.
Birgir Leifur á höggi yfir pari
