Hamilton vongóður fyrir Silverstone 17. júní 2009 11:42 McLaren hefur ekki gengið eins vel í ár og í fyrra þegar Lewis Hamilton varð meistari. Bretinn Lewis Hamilton verður á heimavelli þegar lokamótið á Silverstone fer fram. Hann vann mótið í fyrra og varð meistari, en titilvörnin hefur gengið illa það sem af er. "Maður má ekki missa vonina. Ég vonast til að það fari að ganga betur hjá mér og McLaren. Ég tel að vísu ekki raunhæft að stefna á sigur á Silverstone. Við höfum bara ekki hraðann og erum að berjast um eitt af tíu efstu sætunum", sagði Hamilton aðspurður um möguleika sína á Silverstone í þetta skiptið. "Vissulega er þetta erfitt hlutskipti í ár, en við verðum að berjast áfram og kannski hafa strákarnir endurbætt bílinn eitthvað, þó ekki eins mikiði og við vorum að vonast fyrir mótið á heimavelli. Það hefur sannarlega verið lærdómsríkt að vera í botnbaráttunni þetta árið", sagði Hamilton. Hann varð í öðru sæti á fyrsta ári sínu í Formúlu 1, en vann titilinn með eins stigs mun í fyrra eftir mikla keppni við Felipe Massa í lokamótinu í Brasilíu. Sjá brautarlýsingu á Silverstone Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður á heimavelli þegar lokamótið á Silverstone fer fram. Hann vann mótið í fyrra og varð meistari, en titilvörnin hefur gengið illa það sem af er. "Maður má ekki missa vonina. Ég vonast til að það fari að ganga betur hjá mér og McLaren. Ég tel að vísu ekki raunhæft að stefna á sigur á Silverstone. Við höfum bara ekki hraðann og erum að berjast um eitt af tíu efstu sætunum", sagði Hamilton aðspurður um möguleika sína á Silverstone í þetta skiptið. "Vissulega er þetta erfitt hlutskipti í ár, en við verðum að berjast áfram og kannski hafa strákarnir endurbætt bílinn eitthvað, þó ekki eins mikiði og við vorum að vonast fyrir mótið á heimavelli. Það hefur sannarlega verið lærdómsríkt að vera í botnbaráttunni þetta árið", sagði Hamilton. Hann varð í öðru sæti á fyrsta ári sínu í Formúlu 1, en vann titilinn með eins stigs mun í fyrra eftir mikla keppni við Felipe Massa í lokamótinu í Brasilíu. Sjá brautarlýsingu á Silverstone
Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira