Formúla 1

Hamilton vongóður fyrir Silverstone

McLaren hefur ekki gengið eins vel í ár og í fyrra þegar Lewis Hamilton varð meistari.
McLaren hefur ekki gengið eins vel í ár og í fyrra þegar Lewis Hamilton varð meistari.

Bretinn Lewis Hamilton verður á heimavelli þegar lokamótið á Silverstone fer fram. Hann vann mótið í fyrra og varð meistari, en titilvörnin hefur gengið illa það sem af er.

"Maður má ekki missa vonina. Ég vonast til að það fari að ganga betur hjá mér og McLaren. Ég tel að vísu ekki raunhæft að stefna á sigur á Silverstone. Við höfum bara ekki hraðann og erum að berjast um eitt af tíu efstu sætunum", sagði Hamilton aðspurður um möguleika sína á Silverstone í þetta skiptið.

"Vissulega er þetta erfitt hlutskipti í ár, en við verðum að berjast áfram og kannski hafa strákarnir endurbætt bílinn eitthvað, þó ekki eins mikiði og við vorum að vonast fyrir mótið á heimavelli. Það hefur sannarlega verið lærdómsríkt að vera í botnbaráttunni þetta árið", sagði Hamilton.

Hann varð í öðru sæti á fyrsta ári sínu í Formúlu 1, en vann titilinn með eins stigs mun í fyrra eftir mikla keppni við Felipe Massa í lokamótinu í Brasilíu.

Sjá brautarlýsingu á Silverstone






Fleiri fréttir

Sjá meira


×