Körfubolti

Fannar: Alltaf erfitt að koma í Njarðvík

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Fannar Ólafsson.
Fannar Ólafsson. Mynd/Daníel

„Baráttuleikur og tvö frábær lið sem voru að mætast og við vitum það að það er alltaf erfitt að koma í Njarðvík og vinna. Það verður ekkert auðveldar með þjálfara eins og Sigurð Ingimundarson við stjórnvölin sem að leggur höfuð áherslu á vörn," sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR.

KR missti tökin á leiknum í síðasta leikhlutanum og virtist sem að liðið ræði ekki við pressuna.

„Við erum ekki búnir að vera saman nema síðan í byrjun Oktober og það tekur tíma að slípa liðið. Það sést þegar að spennan verður mikil, þá fara allir að reyna gera hlutina upp á eigin spýtur í staðinn fyrir að rúlla þessu rétt í gegn.

Hver dagur sem við fáum saman í viðbót þá verður liðið betra," sagði Fannar vongóður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×