Körfubolti

Grindavík lagði Val

Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 14 stig fyrir Grindavík
Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 14 stig fyrir Grindavík

Grindavíkurstúlkur náðu að halda spennu í toppbaráttu B-riðilsins í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar þær gerðu góða ferð í bæinn og lögðu Val 61-58.

Valsliðið hefði geta farið langt með að tryggja sér toppsæti riðilsins með sigri, en liðið hefur nú eftir sem áður 18 stig á toppnum en Grindavík 14 þegar þrjár umferðir eru eftir.

Signý Hermannsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 22 stig og 12 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins 23 mínútur vegna villuvandræða. Þórunn Bjarnadóttir skoraði 11 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og Bernadett Toplak skoraði 10 stig.

Hjá Grindavík var Pétrúnella Skúladóttir atkvæðamest með 18 stig, Ólöf Pálsdóttir skoraði 14 stig og Íris Sverrisdóttir skoraði 12 stig og 8 stoðsendingar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×