Vettel fagnaði sigri á Silverstone Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 13:54 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni. Formúla Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni.
Formúla Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira