Vinningstillaga úr alþjóðlegri samkeppni í fyrrasumar um hönnun á nýjum höfuðstöðvum Landsbanka Íslands verður sýnd á Háskólatorgi í dag.
Að því er segir í tilkynningu sigraði tillaga frá BIG frá Danmörku ásamt Arkiteó, Einrúmi og Andra Snæ Magnasyni. „Þar sem þörf er á sól dregur byggingin sig í hlé – og hleypir birtu inn á torgið.
Þar sem þörf er á skjóli skýtur byggingin fram skúta og skapar líf á Lækjartorgi. Þar sem þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur á Arnarhóli, myndar byggingin boga og hvelfingu sem getur nýst sem svið á tyllidögum,“ segir meðal annars um vinningstillöguna.

