Sport

Salita tilbúinn að hirða beltið af Khan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dmitriy Salita.
Dmitriy Salita. Nordic photos/AFP

Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að nýkrýndur WBA-léttveltivigtarmeistari Amir Khan þurfi að verja belti sitt gegn Úkraínumanninum Dmitriy Salita sem er sem stendur skráður númer eitt hjá WBA yfir mögulega andstæðinga meistarans.

Úkraínumaðurinn telur reyndar að hann hefði átt að fá tækifærið til þess að berjast við Andreas Kotelnik um beltið um síðustu helgi.

„Ég get ekki beðið eftir því að mæta Khan í hringnum og hriða beltið, sem ég átti að vera búinn að fá fyrir mörgum árum. Það var óréttlátt að Khan hafi fengið tækifæri á beltabardaga á undan mér og ég mun láta alla mína birgði af vonbrigðum bitna á honum harkalega þegar við mætumst í hringnum," segir Salita.

Samkvæmt reglum WBA þarf Khan að mæta hæst skrifaðasta andstæðingi innan WBA-samtaka hnefaleikanna innan níu mánaða frá því hann vann beltið en getur einnig mætt öðrum andstæðingum í millitíðinni. Salita er enn taplaus í 31 bardaga sem atvinnumaður í hnefaleikum.

Búist er við því að öllu óbreyttu muni fyrirhugaður bardagi Khan og Salita fara fram í Bandaríkjunum, jafnvel strax næsta haust.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×