Þöggunarkrafa Þorsteins 22. júní 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn" úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf". Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu." Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýðræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmálamenn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterkastir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið" sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli-tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasso. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn" úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf". Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu." Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýðræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmálamenn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterkastir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið" sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli-tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasso.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun