Veðurguðirnir enda með plötu 5. febrúar 2009 06:00 Með Þorrasmellinn í ár Ingó segir fyrstu plötu Veðurguðanna líklega koma í sumar.Fréttablaðið/heiða „Ég get nú ekki sagt að Idol hafi hjálpað mér mikið. Ég þurfti eiginlega að vinna mig út úr því. Menn komu til mín steinhissa eftir gigg og sögðu: Þetta var helvíti gott hjá þér, varst þú ekki í Idol? Eftir Idol gerðu eiginlega allir þær kröfur til manns að maður væri alveg vonlaus,“ segir Ingó í Veðurguðunum. Ingó vakti athygli á sér í þriðju syrpu Idol keppninnar og varð sjötti enda „hálf óöruggur í sjónvarpinu“ að eigin sögn. Hann kom sér svo sjálfur á kortið með því að semja og syngja sumarsmell síðasta árs, „Bahama“. „Það gekk ekkert hjá mér að fá athygli hjá útgáfunum eftir Idol þótt ég væri með fullt af frumsömdu efni. En eftir „Bahama“ eru allir orðnir vinir manns og hringja þrisvar á dag til að reyna að gefa út plötu með manni. Í útlöndum eru umboðsskrifstofur í því að reyna að uppgötva listamenn áður en þeir verða vinsælir, en þessu er alveg öfugt farið hér.“ Ingó og Veðurguðirnir hafa hamrað járnið eftir „Bahama“. Fyrst kom lagið „Drífa“ og fyrir tveimur vikum kom nýtt lag, „Vinurinn“ – „Það er dálítið öðruvísi en hin lögin, fyrir annan markhóp virðist vera. Allavega kom einn fimmtugur til mín hérna á Selfossi og sagði að þetta væri besta lagið okkar. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það. Þetta er þorrasmellurinn í ár, enda í E-moll. Mjög þjóðlegt,“ segir Ingó. Hann segir hljómsveitina nú íhuga alvarlega að gefa út fyrstu stóru plötuna sína í sumar. „Jú það er líklegt, ég get nánast lofað því að það komi plata. Ég á allavega bunka af lögum, mjög ólíkum reyndar, alls konar stílar. Það eru samt allir voða bissí. Við spilum mikið, menn eru að vinna, í skóla og ég í fótboltanum. En við látum þetta ekkert stoppa okkur. Þetta endar með plötu!“- drg Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að Idol hafi hjálpað mér mikið. Ég þurfti eiginlega að vinna mig út úr því. Menn komu til mín steinhissa eftir gigg og sögðu: Þetta var helvíti gott hjá þér, varst þú ekki í Idol? Eftir Idol gerðu eiginlega allir þær kröfur til manns að maður væri alveg vonlaus,“ segir Ingó í Veðurguðunum. Ingó vakti athygli á sér í þriðju syrpu Idol keppninnar og varð sjötti enda „hálf óöruggur í sjónvarpinu“ að eigin sögn. Hann kom sér svo sjálfur á kortið með því að semja og syngja sumarsmell síðasta árs, „Bahama“. „Það gekk ekkert hjá mér að fá athygli hjá útgáfunum eftir Idol þótt ég væri með fullt af frumsömdu efni. En eftir „Bahama“ eru allir orðnir vinir manns og hringja þrisvar á dag til að reyna að gefa út plötu með manni. Í útlöndum eru umboðsskrifstofur í því að reyna að uppgötva listamenn áður en þeir verða vinsælir, en þessu er alveg öfugt farið hér.“ Ingó og Veðurguðirnir hafa hamrað járnið eftir „Bahama“. Fyrst kom lagið „Drífa“ og fyrir tveimur vikum kom nýtt lag, „Vinurinn“ – „Það er dálítið öðruvísi en hin lögin, fyrir annan markhóp virðist vera. Allavega kom einn fimmtugur til mín hérna á Selfossi og sagði að þetta væri besta lagið okkar. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það. Þetta er þorrasmellurinn í ár, enda í E-moll. Mjög þjóðlegt,“ segir Ingó. Hann segir hljómsveitina nú íhuga alvarlega að gefa út fyrstu stóru plötuna sína í sumar. „Jú það er líklegt, ég get nánast lofað því að það komi plata. Ég á allavega bunka af lögum, mjög ólíkum reyndar, alls konar stílar. Það eru samt allir voða bissí. Við spilum mikið, menn eru að vinna, í skóla og ég í fótboltanum. En við látum þetta ekkert stoppa okkur. Þetta endar með plötu!“- drg
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira