Barrichello fyrstur, Ferrari og McLaren eflast 21. maí 2009 09:31 Rubens Barrichello var fljótastur allra á götum Mónakó í morgun. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton reyndist sannspár varðandi eigin möguleika í Mónakó, ef marka má fyrstu æfingu keppnisliða. Hann segir McLaren eiga góða möguleika í móti helgarinnar og hann náði þriðja besta tíma. Sól og gott veður er í Mónakó og ökumenn nýttu það til að þræða krókótta Mónakó brautina, sem er mjög erfitt viðfangsefni. Nokkrir ökumenn búa á staðnum og Nico Rosberg er einn þeirra. Hann náði fimmta besta tíma á Williams. Mark Webber á Red Bull hefur alltaf verið sprettharður á götum furstadæmisins en vélin bilaði hjá honum á æfingunni. Bæði Ferrari og McLaren virðast hafa náð betri tökum á bílum sínum og bæði liðin munu nota KERS kerfið í bílum sínum, sem gefur þeim 80 auka hestöfl. Það er helst hægt að nýta á ráskaflanum í Mónakó. Sýnt verður frá æfingunum í kvöld á Stöð 2 Sport. Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton reyndist sannspár varðandi eigin möguleika í Mónakó, ef marka má fyrstu æfingu keppnisliða. Hann segir McLaren eiga góða möguleika í móti helgarinnar og hann náði þriðja besta tíma. Sól og gott veður er í Mónakó og ökumenn nýttu það til að þræða krókótta Mónakó brautina, sem er mjög erfitt viðfangsefni. Nokkrir ökumenn búa á staðnum og Nico Rosberg er einn þeirra. Hann náði fimmta besta tíma á Williams. Mark Webber á Red Bull hefur alltaf verið sprettharður á götum furstadæmisins en vélin bilaði hjá honum á æfingunni. Bæði Ferrari og McLaren virðast hafa náð betri tökum á bílum sínum og bæði liðin munu nota KERS kerfið í bílum sínum, sem gefur þeim 80 auka hestöfl. Það er helst hægt að nýta á ráskaflanum í Mónakó. Sýnt verður frá æfingunum í kvöld á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira