Hverju einustu krónu til baka 8. janúar 2009 00:01 Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Landsbankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunverulegar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endurskoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn" hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski - kannski! - að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Landsbankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunverulegar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endurskoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn" hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski - kannski! - að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar