Hverju einustu krónu til baka 8. janúar 2009 00:01 Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Landsbankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunverulegar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endurskoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn" hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski - kannski! - að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Landsbankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunverulegar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endurskoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn" hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski - kannski! - að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun