Körfubolti

Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
ÍR-ingurinn Vilhjálmur Steinarsson fer fram hjá Gunnlaugi Smárasyni, leikmanni Snæfells, í leik liðanna í kvöld.
ÍR-ingurinn Vilhjálmur Steinarsson fer fram hjá Gunnlaugi Smárasyni, leikmanni Snæfells, í leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán

Njarðvík er enn með fullt hús stiga eftir að hafa unnið sigur á Breiðabliki á heimavelli í kvöld, 78-64.

Alls fóru þrír leikir fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Fjölnir vann FSu á útivelli, 98-77, en bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn. Þá vann Snæfell öruggan sigur á ÍR á útivelli, 92-72.

Snæfell er í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig, ÍR í því áttunda með fjögur og Breiðablik í tíunda sætinu með tvö stig.

Úrslit kvöldsins:

ÍR - Snæfell 72-92



Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 18, Eiríkur Önundarson 9, Nemanja Sovic 9, Steinar Arason 8, Gunnlaugur Elsuson 8 (7 frák.), Kristinn Jónasson 7, Davíð Fritzson 4, Ólafur Þórisson 3, Vilhjálmur Steinarsson 3, Ásgeir Hlöðversson 2, Björgvin Jónsson 1.

Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 24 (7 frák.), Emil Þór Jóhansson 18, Sean Burton 15, Hlynur Bæringsson 14 (14 frák.), Sveinn Davíðsson 6, Páll Helgason 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Kristján Andrésson 4.

Njarðvík - Breiðablik 78-64

Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 18, Jóhann Árni Ólafsson 18 (7 frák.), Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 9 (13 frák.), Páll Kristinsson 9, Kristján Sigurðsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Friðrik Óskarsson 2.

Stig Breiðabliks: Hjalti Friðriksson 18, Arnar Pétursson 12, Daníel Guðmundsson 10, Ágúst Angantýnsson 7, Gylfi Geirsson 5, Jonathan Schmidt 5, Þorsteinn Gunnlaugsson 4 (19 frák.), Rúnar Pálmarsson 2, Trausti Jóhannsson 1.

FSu - Fjölnir 77-98






Fleiri fréttir

Sjá meira


×