Fótbolti

Íslensku stelpurnar drógustu saman í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir.
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Stefán

Íslendingaliðin Kristianstads DFF og LdB FC Malmö drógust saman í 16 liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar en dregið var í morgun. Fimm lið skipuð íslenskum leikmönnum eru enn með í bikarkeppninni og lentu öll hin þrjú á útivelli á móti liðum í neðri deildum.

Dóra Stefánsdóttir spilar með LdB FC Malmö og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad auk þess að með liðinu spila þær Hólmfríður Magnúsdóttir, Guðný Björg Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir.

Kristianstads DFF og LdB FC Malmö mættust í deildinni á dögunum og þá vann LdB FC Malmö 7-0 stórsigur en eini sigur Kristianstad á tímabilinu var í 32 liða úrslitum bikarsins.

Leikir Íslendingaliðanna í 16 liða úrslitum:

Norrstrands IF - KIF Örebro DFF (Edda Garðarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir)

IFK Norrköping DFK - Djurgården (Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir)

Kristianstads DFF - LdB FC Malmö

IFK Värnamo - Linköpings FC (Margrét Lára Viðarsdóttir)

Leikirnir fara fram 10. júní næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×