Fótbolti

Frábær markvarsla hjá Þóru tryggði Kolbotn öll stigin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins.
Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins. Mynd/Hörður

Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, tryggði norska liðinu Kolbotn þrjú stig út úr leik sínum á móti Team Strømmen í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Kolbotn vann leikinn 1-0 og er í 2. sæti deildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki eða tveimur stigum minna en topplið Stabæk sem hefur unnið alla sína leiki. Sigurmark Kolbotn kom á 65. mínútu leiksins.

Þóra varði frábærlega á lokasekúndum leiksins þegar leikmenn Team Strømmen fengu dauðafrían skalla á markteig eftir hornspyrnu. Færið kom þegar ein mínúta var liðin af uppbótartíma.

Kolbotn hefur ekki tapað með íslenska landsliðsmarkvörðinn í markinu en Þóra hefur fengið á sig þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Þetta var í fyrsta sinn sem hún nær að halda marki sínu hreinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×