Grátlegt tap gegn Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2009 15:21 Stelpurnar okkar stóðu sig vel. Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira