Barrichello var nærri atvinnulaus fyrir tímabilið 13. september 2009 17:23 Rubens Barrichello ók vel á Monza brautinn í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna. mynd: kappakstur.is Sigurvegarinn í Formúlu 1 mótið á Monza um helgina var nærri orðinn atvinnulaus fyrir tímabilið, rétt eins og Jenson Button sem er með forystu í stigamótinu. Honda dró sig í hlé frá Formúlu 1 og með herkjum tókst að bjarga liðinu frá því að leggjast af, en Ross Brawn keypti liðið og endurskírði það. Mercedes hjálpaði til með vélar fyrir tímabilið. Barrichello vann annan sigurinn um helgina í þremur mótum, en hann vann í Valencia á dögunum. "Það er ánægjulegt að ná þessum árangri, en ekki eins gott og hjá Jenson Button að vinna sex mót af sjö í upphafi ársins", sagði Barrichello. Hann er nú 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna. "Ég var í vandræðum með bílinn í byrjun tímabils, en breytti bremsukerfinu eftir mótið á Silverstone og þá fór mér að ganga betur. Mér líður því betur í bílnum og það skiptir mestu máli." "Ég hafði áhyggjur af gírkassanum fyrir keppnina, þar sem það kviknaði í bílnum í lok mótsins á Spa. Við ákváðum að nota hann áfram, því annars hefði ég fengið 5 sæta refsingu á ráslínu. Gírkassinn hélt og ég landaði kærkomnum sigri fyrir framan Ítali", sagði Barriochello sem vann á árum áður með Ferrari og vann sigur á Monza í þá daga. Allt um ferill Barrichello Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sigurvegarinn í Formúlu 1 mótið á Monza um helgina var nærri orðinn atvinnulaus fyrir tímabilið, rétt eins og Jenson Button sem er með forystu í stigamótinu. Honda dró sig í hlé frá Formúlu 1 og með herkjum tókst að bjarga liðinu frá því að leggjast af, en Ross Brawn keypti liðið og endurskírði það. Mercedes hjálpaði til með vélar fyrir tímabilið. Barrichello vann annan sigurinn um helgina í þremur mótum, en hann vann í Valencia á dögunum. "Það er ánægjulegt að ná þessum árangri, en ekki eins gott og hjá Jenson Button að vinna sex mót af sjö í upphafi ársins", sagði Barrichello. Hann er nú 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna. "Ég var í vandræðum með bílinn í byrjun tímabils, en breytti bremsukerfinu eftir mótið á Silverstone og þá fór mér að ganga betur. Mér líður því betur í bílnum og það skiptir mestu máli." "Ég hafði áhyggjur af gírkassanum fyrir keppnina, þar sem það kviknaði í bílnum í lok mótsins á Spa. Við ákváðum að nota hann áfram, því annars hefði ég fengið 5 sæta refsingu á ráslínu. Gírkassinn hélt og ég landaði kærkomnum sigri fyrir framan Ítali", sagði Barriochello sem vann á árum áður með Ferrari og vann sigur á Monza í þá daga. Allt um ferill Barrichello
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira