Formúla 1

Barrichello tileinkaði Massa sigurinn

Rubens Barrichello bendir á hjálm sinn eftir sigurinn í dag og tileinkaer Felipe Massa sigurinn, en nafn hans var á hjálminum.
Rubens Barrichello bendir á hjálm sinn eftir sigurinn í dag og tileinkaer Felipe Massa sigurinn, en nafn hans var á hjálminum. mynd: AFP

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello keppti með hjálm þar sem hann bað Felipe Massa að mæta fljótt aftur á kappakstursbrautina, eftir óhappið í Ungverjalandi.

"Þetta er búinn að vera frábær helgi og eftir 5 ára þurrð hvað það varðar þá verður þetta ógleymanleg stund", sagði Barrichello, en 81 mót liðu á milli sigra.

"Mótið var erfitt og tók verulega á. Ég þurfti að keyra á fullu allan tímann og það var margt sem fór í gegnum hugann. Ég vildi vinna fyrir mig, land mitt og fjölskylduna auk Massa. Ég vildi ég gæti fagnað þessu endalaust."

Barrichello er núna 18 stigum á eftir Jenson Button í stigamóti ökumanna, en helstu keppinautar þeirra, Sebastian Vettel og Mark Webber fengu ekki stig út úr mótinu. Barrichello er fimmti ökumaðurinn sem vinnur sigur á þessu keppnistímabili.

Sjá stigastöðuna og tölfræði








Fleiri fréttir

Sjá meira


×