KR-ingar fyrstir til að vinna 21 af 22 leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2009 11:45 KR-ingar unnu Þórsara 108-94 í gær. Mynd/Anton KR lyftu deildarmeistarabikarnum í Iceland Express karla í körfubolta í gær eftir 21. sigur sinn á tímabilinu. Vesturbæingar settu nýtt met með því að vinna alla deildarleiki sína nema einn. Tvö lið höfðu náð að vinna 20 af 22 leikjum á einu tímabili en það voru lið Keflavíkur 1998-99 og lið Njarðvíkur 2006-07. Keflavík fór alla leið þetta ár og varð meistari en Njarðvík tapaði á móti KR í lokaúrslitunum 2007. Eina deildartap KR-liðsins kom í Grindavík 9. febrúar þegar Grindavík vann þá 91-80. Grindvíkingar voru einnig með frábært sigurhlutfall í vetur, 19 sigra í 22 leikjum sem er besti árangur liðs sem hefur ekki náð að vinna deildarmeistaratitilinn. KR setti einnig nýtt með því að vinna leiki sína með meira 20 stiga mun að meðaltali. Heildarnettóstigatala KR-liðsins var 492 stig í plús eða 22,4 stig í plús á hvern leik. Gamla metið á Keflavíkingar frá 1996-97 tímabilinu þegar þeir unnu leiki sína með 17,9 stigum að meðaltali í leik. Hér er átt við met í deildinni með því fyrirkomulagi sem hún er spiluð í dag. Þetta 12 liða og 22 leikja fyrirkomulag hefur verið við lýði síðan 1996/97 eða undanfarin þrettán tímabil. Flestir sigurleikir á einu tímabili: (12 liða og 22 leikja deild, frá og með 1996/97) 21 sigur - 1 tap KR 2009 - ???20 sigrar - 2 töp Keflavík, 1999 - Íslandmeistari Njarðvík, 2007 - 2. sæti19 sigrar - 3 töp Keflavík, 1997 - Íslandmeistari Grindavík, 1998 - 8 liða úrslit Grindavík, 2009 - ???18 sigrar - 4 töp Njarðvík, 1999 - 2. sæti Njarðvík, 2000 - Undanúrslit Keflavík, 2002 - 2. sæti Grindavík, 2004 - Undanúrslit Snæfell, 2004 - 2. sæti Keflavík, 2005 - Íslandmeistari Keflavík, 2006 - Undanúrslit Keflavík, 2008 - Íslandmeistari Þrátt fyrir að KR hafi unnið 21 af 22 leikjum sínum og verið með 22,4 stig í nettómeðaltal þá var KR-liðið hvorki með bestu sóknina né bestu vörnina í deildinni. Grindavík skoraði flest stig að meðaltali í leik (98,5) en Snæfell fékk aftur á móti fæst stig á sig (74,1). KR skoraði 98,1 stig að meðaltali og fékk á sig 75,7 stig að meðaltali. Liðið komst á báðum vígstöðum inn á topp tíu í sögu 12 liða og 22 leikja úrvalsdeildar. Það hafa aðeins fjögur lið skorað fleiri stig að meðaltali í leik á tímabili og KR-vörnin er síðan í 10. sæti yfir fæst stig fengin á sig í leik á tímabili. Met í 12 liða og 22 leikja deild (1996/97-2008/09) Flest stig að meðaltali í leik: 1. Keflavík, 1997 100,9 2. Keflavík, 2003 100,6 3. Keflavík, 2004 98,64. Grindavík, 2009 98,5 5. KR, 2009 98,1 6. Keflavík, 1999 97,7 7. UMFG, 2006 96,3 8. Keflavík, 2002 94,5 9. Fjölnir, 2005 94,4 10. UMFN, 2001 93,9 Fæst stig á sig að meðaltali í leik: 1. Snæfell, 2007 73,82. Snæfell, 2009 74,1 3. KR, 2000 74,8 4. Njarðvík, 2006 75,0 5. Njarðvík, 2000 75,1 6. Tindastóll, 1998 75,3 7. Njarðvík, 1999 75,4 8. Haukar, 1998 75,5 9. Haukar, 2000 75,610. KR, 2009 75,7 Hæsta nettóstigatala að meðaltali í leik: 1. KR, 2009 22,4 2. Keflavík, 1997 17,94. Grindavík, 2009 17,7 5. Njarðvík, 1999 16,9 6. Keflavík, 2003 16,8 7. Keflavík, 1999 15,8 8. Njarðvík, 2000 15,2 9. Njarðvík, 2006 14,4 10. Keflavík, 2005 12,4 Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
KR lyftu deildarmeistarabikarnum í Iceland Express karla í körfubolta í gær eftir 21. sigur sinn á tímabilinu. Vesturbæingar settu nýtt met með því að vinna alla deildarleiki sína nema einn. Tvö lið höfðu náð að vinna 20 af 22 leikjum á einu tímabili en það voru lið Keflavíkur 1998-99 og lið Njarðvíkur 2006-07. Keflavík fór alla leið þetta ár og varð meistari en Njarðvík tapaði á móti KR í lokaúrslitunum 2007. Eina deildartap KR-liðsins kom í Grindavík 9. febrúar þegar Grindavík vann þá 91-80. Grindvíkingar voru einnig með frábært sigurhlutfall í vetur, 19 sigra í 22 leikjum sem er besti árangur liðs sem hefur ekki náð að vinna deildarmeistaratitilinn. KR setti einnig nýtt með því að vinna leiki sína með meira 20 stiga mun að meðaltali. Heildarnettóstigatala KR-liðsins var 492 stig í plús eða 22,4 stig í plús á hvern leik. Gamla metið á Keflavíkingar frá 1996-97 tímabilinu þegar þeir unnu leiki sína með 17,9 stigum að meðaltali í leik. Hér er átt við met í deildinni með því fyrirkomulagi sem hún er spiluð í dag. Þetta 12 liða og 22 leikja fyrirkomulag hefur verið við lýði síðan 1996/97 eða undanfarin þrettán tímabil. Flestir sigurleikir á einu tímabili: (12 liða og 22 leikja deild, frá og með 1996/97) 21 sigur - 1 tap KR 2009 - ???20 sigrar - 2 töp Keflavík, 1999 - Íslandmeistari Njarðvík, 2007 - 2. sæti19 sigrar - 3 töp Keflavík, 1997 - Íslandmeistari Grindavík, 1998 - 8 liða úrslit Grindavík, 2009 - ???18 sigrar - 4 töp Njarðvík, 1999 - 2. sæti Njarðvík, 2000 - Undanúrslit Keflavík, 2002 - 2. sæti Grindavík, 2004 - Undanúrslit Snæfell, 2004 - 2. sæti Keflavík, 2005 - Íslandmeistari Keflavík, 2006 - Undanúrslit Keflavík, 2008 - Íslandmeistari Þrátt fyrir að KR hafi unnið 21 af 22 leikjum sínum og verið með 22,4 stig í nettómeðaltal þá var KR-liðið hvorki með bestu sóknina né bestu vörnina í deildinni. Grindavík skoraði flest stig að meðaltali í leik (98,5) en Snæfell fékk aftur á móti fæst stig á sig (74,1). KR skoraði 98,1 stig að meðaltali og fékk á sig 75,7 stig að meðaltali. Liðið komst á báðum vígstöðum inn á topp tíu í sögu 12 liða og 22 leikja úrvalsdeildar. Það hafa aðeins fjögur lið skorað fleiri stig að meðaltali í leik á tímabili og KR-vörnin er síðan í 10. sæti yfir fæst stig fengin á sig í leik á tímabili. Met í 12 liða og 22 leikja deild (1996/97-2008/09) Flest stig að meðaltali í leik: 1. Keflavík, 1997 100,9 2. Keflavík, 2003 100,6 3. Keflavík, 2004 98,64. Grindavík, 2009 98,5 5. KR, 2009 98,1 6. Keflavík, 1999 97,7 7. UMFG, 2006 96,3 8. Keflavík, 2002 94,5 9. Fjölnir, 2005 94,4 10. UMFN, 2001 93,9 Fæst stig á sig að meðaltali í leik: 1. Snæfell, 2007 73,82. Snæfell, 2009 74,1 3. KR, 2000 74,8 4. Njarðvík, 2006 75,0 5. Njarðvík, 2000 75,1 6. Tindastóll, 1998 75,3 7. Njarðvík, 1999 75,4 8. Haukar, 1998 75,5 9. Haukar, 2000 75,610. KR, 2009 75,7 Hæsta nettóstigatala að meðaltali í leik: 1. KR, 2009 22,4 2. Keflavík, 1997 17,94. Grindavík, 2009 17,7 5. Njarðvík, 1999 16,9 6. Keflavík, 2003 16,8 7. Keflavík, 1999 15,8 8. Njarðvík, 2000 15,2 9. Njarðvík, 2006 14,4 10. Keflavík, 2005 12,4
Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli