Handbolti

Óskar Bjarni: Komin gríðarleg breidd í íslenska liðið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Arnþór

Aðstoðarþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson var gríðarlega ánægður með sigurinn gegn Makedóníu í kvöld.

„Við mættum tilbúnir til leiks og vorum sóknarlega með alveg frábæra skotnýtingu í fyrri hálfleik og síðan vorum við þéttir varnarlega. Við lögðum upp með að halda Lazarov niðri og það gekk að mestu leyti eftir. Við stjórnuðum leiknum það vel að við gátum rúllað mönnum inná og menn gáfu alltaf sitt og komu tilbúnir inn í leikinn. Björgvin var líka góður allan leikinn núna og það munaði vissulega um það. Þetta var því sannfærandi og gott," segir Óskar Bjarni.

Óskar Bjarni er í raun gríðarlega ánægður með leikina tvo gegn Noregi og Makedóníu og segir fullan hug í mönnum að klára þetta með stæl gegn Eistum.

„Við fengum sextán mörk út úr Noregsleiknum af hægri vængnum en vorum samt án Óla Stef, Ásgeirs og Einars Hólmgeirs. Það sýnir bara að það er komin gríðarleg breidd í íslenska liðið þó svo að við hefðum vissulega kosið að taka öll stigin úr þeim leik. En við hættum ekki og fylgdum þessu eftir með sannfærandi sigri gegn Makedóníu. Nú er bara leikurinn gegn Eistum eftir og við ætlum að fara í hann til að vinna. Einfalt mál," segir Óskar Bjarni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×