Fótbolti

Capello búinn að fá nóg af umræðunni um Owen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello landsliðsþjálfari.
Fabio Capello landsliðsþjálfari. Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello segir að umræðan um Michael Owen og enska landsliðið hafi valdið sér óþægindum síðan hann tók við starfi landsliðsþjálfara.

Capello hefur ávallt sagt að hann meti frammistöðu leikmanna með félagsliðum sínum þegar hann velur sína landsliðshópa. Owen fór frá Newcastle til Manchester United í sumar og hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði félagsins.

Umræðan um Owen kemur þó ávallt upp á yfirborðið þegar Capello tilkynnir nýjan landsliðshóp og sagði Capello á ráðstefnu á Ítalíu í kvöld að hann væri orðinn þreyttur á því.

Hann líkti því við stöðu Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítalíu, sem hefur verið gagnrýndur fyrir að velja ekki Antonio Cassano, leikmann Sampdoria.

„Cassano? Ég hef Owen. Ég á mér nú þegar pyndara," sagði Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×