SönderjyskE úr fallsæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2009 10:25 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason komu báðir við sögu með sínum liðum í Danmörku um helgina. Mynd/Vignir SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira